Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 22
82 legt«(!) að lesa auglýsingarnar um »brauðin« — 6 eða 700 krónur, eða minna — 1600 krónur eru = miljónir — handa sumum prestun- um, ekki nærri eins milcið og fátækur bóndamaður eða tómthús- maður hefur, og þá er nú ekki svo vel að hann fái þetta í pen- ingum af landssjóði, nei, hann verður að eiga það undir fólkinu, og menn vita hvernig það gengur. — Svo hin alræmdu »prest- kosningarlög«, sem þessir menn hljóta að stynja undir, helmingi verri en þegar stiftsyfirvöldin veittu brauðin; því þótt þessi yfir- völd væri stundum eitthvað hlutdræg eða hittu ekki ætíð á hið rétta, þá voru þau samt helmingi betri en sú undirferli og æsingar, sem þessi lög gefa tilefni til, og þá voru ekki ungir og óreyndir menn — stundum skussar — teknir fram yfir gamla og heiðvirða presta, sem höfðu lengi átt við þröng kjör að búa. I’á er enn eitt, sem er ekki betra: presturinn er skyldaður til að rýra sínar litlu tekjur með því að borga til annara brauöa, og svo ekkjunum eftir fráfallna presta, eins og ekkjan á að sækja þetta viðurværi sitt í hendurnar á prívatmanni (því svo hlýtur presturinn þá að skoðast). — Pað er eins og ekki hafi þótt nægja að reka prest- ana í þessa sveltikví, heldur varð að pína þá enn meir og rýja þá inn að skinni; ekki að tala um ferðalögin! Og svo eru lækn- arnir — launin 1500 krónur og 1000 krónur handa aukalæknunum, þessum mönnum, sem eru látnir arga alt árið í kring og aldrei hafa frið, vaktir upp á vetrarnóttum og reknir út í hvert veður og hverja færð sem er; þeim er miklu verra boðið en vinnumönnum, og svo verða þeir ofan á alt að þola aðfinningar og áminningar af hálfu yfirboðaranna, sem sitja í næði við sína heitu kakalofna; láti þeir bugast af freistingum, þá er blaðaöxin á lofti, biskupinn rekinn á prestana og amtmaðurinn á læknana. Pað er nærri því furða, að nokkur skuli verða til þess að gefa sig út í annað eins. Svo bætir ekki um, ef tekið er tillit til alls þess kostnaðar og fyrirhafnar, sem þessir menn verða að hafa haft, til þess að komast í þessa sælu: undirbúningstíminn undir skólann 2 ár, skólatíminn 6 ár, og á æðri stofnununum 3 og 4 ár, alls hér um bil 12 ár! En hversu mikill er kostnaðurinn og fyrirhöfnin fyrir einn skip- stjóra á fiskiskútu, sem fær 14—1600 krónur í laun einungis fyrir sumartímann, og hefur ekkert að gera allan veturinn? Pannig eru hinar æðri mentastofnanir íslands!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.