Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 26

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 26
186 Og lengi hefur það loðað við íslendinga, að mest riði á að »komast sem hæst«. — Svo eru og mörg »klavér« (»fortepíanó«, hljóðborð) til hér í bænum, og þykja heldri stúlkur varla með mönnum telj- andi, nema þær læri á það, þótt sumar þeirra ekki komist lengra en að hamra á »tangentana«, eins og þegar járnsmiður lætur ham- arinn dansa á steðjanum. Séu ekki ráð til að kaupa »klavér« (sem kosta alt að iooo krónum), þá er »gítarinn«, og læra sumar stúlkur vel á hann, enda er hægra að flytja það hljóðfæri með sér en »klavérin«. Pá heyrist og ósjaldan hræðilegt harmóníku-klimpur; önn- ur hljóðfæri eru hér sjaldgæf: fiðla (fíólín, gígja), »cíther« og »flauta« eru í höndum fárra manna; lúðrana hefur enginn nema með- limir Lúðrafélagsins, og enginn kann að slá trumbu; barlóms- bumban er sú eina trumba af þessu tægi, og er hún slegin í blöð- unum. Eins og eðlilegt er, þá eru öll lög útlend, sem leikin eru á hljóðfæri, því þó að íslendingar séu raddmenn og geti vel tamið sér söng, þá hafa þeir aldrei verið hljóðfæramenn, og er þetta því nýlega til komið, enda furða hversu fljótt fólkið hefur getað kom- ist upp á þetta. Ekki hefur neitt kveðið að mdlaralistinni, þannig að hún yrði nokkuð almenn, fyr en nú fyrir stuttum tíma; þá kom fítons- andi í kvennþjóðina, svo að hver sem betur gat fór að verða málari, og tókst það allvel hjá flestum og furðanlega vel hjá sum- um, enda þótt flest væri málað eftir öðrum myndum, en fæst eftir náttúrunni. Nú mun þetta vera dottið niður aftur. — Sigfús Ey- mundsson hefur komið hér upp ljósmyndalistinni og hefur hún verið framin bæði af honum sjálfum og með hans forsjá, svo hún stendur jafnfætis erlendum meisturum,1 enda er nú orðið altítt að láta gera myndir af sér, og nú geta menn gert sér hugmynd um margar tígúrur, sem annars mundu ekki lifa nema í óljósri endurminn- ingu (t. a. m. Sæfinnur og fleiri slíkir menn), staðamyndir og margt fleira er hér nú orðið alment og aðgengilegt með þessu móti. Þar á móti vantar enn öll tæki til að gefa út bækur með mynd- um, nema lána þær að, en á því eru ýmsir torveldleikar. SOFNIN eru teljandi með mentastofnunum landsins, og hefur stundum komið til orða að byggja hús handa þeim, sem hæfilegt væri og landinu væri sómi að, en þetta hefur enn ekki orðið 1 Ekki sízt síðan Ámi Thorsteinsson bættist við, er tekið hefir flestar þær myndir, sem eru í þessari ritgerð, RITSTJ.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.