Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 28

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 28
Fjórða safnið, Ndttúrugripasafnið, er minst metið af stjórn- inni og þinginu; það hefur hvergi höfði sínu að að halla og er því á flækingi, þótt töluvert hafi verið og sé fyrir því haft. Pað er opið hvern sunnudag, eina stund, og kemur flest fólk þangað, að tiltölu. Skýrsla um þetta safn er út gefin á hverju ári, en um hin söfnin eru engar skýrslur til, svo enginn veit neitt um þau, nema einhver fáein orð, sem hafa staðið í einhverju blaði, mannanöfn og bókatitlar, eða þess konar. Landsskjalasafnið er alveg nýtt af nálinni sem opinbert safn, með aðgöngu fyrir almenning (þó skjölin séu gömul) og varla komið á laggirnar enn. En síðasta alþingi veitti fé til þess, stofnaði skjalavarðarembætti við það og ákvað því húsrúm í alþingishúsinu í herbergjum þeim, er Forngripasafnið hefur í verið hingað til. Margir hér eiga góð »prívat«-bókasöfn; meðal þeirra er víst mest bókasafn dr. Jóns Porkelssonar rektors, þar á meðal líklega allar íslenzkar bækur prentaðar að fornu og nýju, og öll »klassisk líteratúr« (sem »tímans herrar« vilja nú koma í gleymsku og fyrir- litningu); og annars er bókaeign hér nú miklu meiri en nokkurn tíma áður, og þar af leiðandi meiri þekking, eins og ég hefi áður drepið á; samt er það merkilegt, að minst mun vera til af nátt- úrufræðisbókum, og þar af leiðandi allmikil fáfræði í þeim greinum. Mest mun vera keypt hér af dönskum skemtibókum (rómönum), og hafa blöðin velt heilu syndaflóði af þessu yfir fólkið, og ekki látið sér nægja með að hafa það í neðanmálsgreinum, heldur eru sjálfir blaðadálkarnir fullir af þessu, og þessa »vöru« eru íslendingar látnir kaupa. Margar góðar bækur hafa og í mörg ár komist hingað sem verðlaunabækur til skólapilta, en þar sem þeir nú eru farnir að gefa sig við »pólitík«, þá er líklegt að þeir fái alþingis- tíðindin að verðlaunum.1 TRÚIN OG TRÚARLÍFIÐ hér í bænum hlýtur að vera á mjög háu stigi, og yfir hötuð mun almenningur hafa mjög frjáls- legar trúarskoðanir (ef nokkrar slíkar skoðanir annars eru hér til). Pað er haft eftir Lúter, að hann hafi sagt: »syndgaðu eins og þú vilt, en trúðu«, og þessu mun vera fylgt víðast hvar í heimi þess- 1 Hér er lítið kunnugt um skólalífið erlendis, og væri gaman að fá vita hvort skólapiltar þar »pólitíseri« í blöðum, eða hvort þeim sé leyft það. Sömuleiðis hvort skólapiltar erlendis séu komnir eins langt og þeir eru hér, að þeir séu rithöfundar, fræðarar kennaranna og þar fram eftir götunum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.