Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 32

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 32
192 á sólarhring; gengur annar með jafnaðarhengli (Compensations- pendiu), þar sem tvær málmtegundir lengjast og styttast á víxl eftir hita og kulda og jafna þannig ganginn. Ekki standa járn- smiðirnir heldur að baki útlendum smiðum, það sem verk þeirra getur náð (hér er t. a. m. engin járnsteypa né aðrar eins verk- smiðjur og í útlöndum), en að hagleik eru þeir fullkomlega hvers manns jafningjar; sama má segja um aðra smiði hér og annan iðnað, sem hér er framinn. Alt þetta eru verulegar framfarir; en það eru engar framfarir, þó verið sé að nudda um, að íslendingar sendi vörur sínar út úr landinu á »heimsmarkaðinn«, því þar mundi lítið muna um þær, enda nær að selja þær hér, ef sama verð eða svipað fengist fyrir þær. Ekki er heldur víst, að teljandi sé með framförum allur sá fjöldi smáverzlana, sem þýtur upp hér eins og annarsstaðar; það er líkt eins og með stórbúin, þeim er bútað í sundur og þau gerð að mörgum kotum, svo ekkert verður úr neinu. — Sumir hafa hér kýr og hæns, stöku sinnum sjást hér endur og gæsir; en um verulegan landbúnað er hér ekki að tala, eins og nærri má geta; mjólk er hér seld allmikið með köflum, sumstaðar góð, en líklega of dýr; og ekki er sparað að færa verðið upp, hvenær sem unt er, þó ekki sé nema um einn eyri; þetta fólk lætur sig muna um alt, kaupmanna-andinn er svo mikill í okkur! Pess er einnig vert að geta, að hvergi hér á landi munu verzlunarmenn vera kurteisari við almúgafólk en hér, og er ólíkt að heyra sögurnar annarsstaðar að, fyrir utan hvað alt er miklu dýrara undir eins og kemur út fyrir Reykjavík (t. a. m. kolin 6 kr. skippundið í Vestmannaeyjum, og líklega víðar, og alt þar eftir; en þetta nefnir enginn, landsmenn eru víða enn í einokunarfjötr- unum, og geta ekki við gert). — Til framfara má og telja þilskipa- útveginn; þar sem fyrir nokkrum árum ekki sást eitt einasta fiski- þilskip hér á höfninni, þá er nú þilskipafloti Reykjavíkur hér um bil 50 skip; en hvort þau eru smíðuð hér eða ekki gerir minna til; bátafiski er nú svo sem ekkert, svo minna er um nýjan fisk en áður, því fiskur þilskipanna fer til útgerðarmannsins og út úr landinu, en Islendingar hafa enn ekki komist upp á að éta salt- fisk, halda kannske það sé svo vandasamt eða óholt, og þyrftu þeir að læra það af öðrum þjóðum eins og annað. Petta er ókostur við þilskipa-útveginn, en aftur á móti hafa þar margir menn atvinnu, þótt sú atvinna sé miklu verri og meira spillandi en landvinnan, sem enginn vill nú líta við; og þótt sífelt heyrist

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.