Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 33

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 33
>93 kvartanir yfir útgerðarmönnunum, þá er það sjálfsagt og óumflýjan- legt eðli íslendinga, einkum nú, að vera óánægðir með alt og svo heimtufrekir, að ekld eru dæmi til hjá öðrum þjóðum. Þetta segja allir, sem vit hafa á þessum hlutum, og höfum vér heyrt tekið fram, hversu miklu minna kaup erlendir menn fá, heldur en hér tíðkast. FÉLAGSLÍFIÐ hér í bænum er mjög ungt. Fyrir nokkrum árum þektist hér ekkert þesskonar, en eftir því sem fólkinu fjölg- aði, þá kviknaði nauðsyn og löngun til að sameina sig og flokkast saman í einhverjutn tilgangi, ýmist til skemtana, eða þá til ein- hvers þarflegs fyrirtækis. l’annig hafa myndast ýms félög, nátt- úrlega að sið villiþjóða, sem ætíð eru bútaðar í sundur í marga flokka, sem allir liggja í úlfúð og ósamlyndi. Á þessu ber nú raunar ekki hér, en sérhvert félag pukrar út af fyrir sig, sem eðli- fegt er. Fyrir svo sem tíu árum var hlaupið ákaflega mikið fjör í fólkið, og þaut þá upp hvert félagið á fætur öðru, og virðist bezt eiga við að telja frá þeim tíma og hingað til, með því að þessi félög eru eins og haföldur, sem rísa og hníga niður aftur, að minsta kosti sum hver; þau fæðast og deyja út aftur á stuttum tíma, og sum þeirra hafa raunar ekki verið nema nafnið tómt, en alt ber með sér, að mönnum hefur þótt harla áríðandi að stofna »félag«, og svo er enn. Éau félög, sem ætla má eð séu nú dáin út á þessu tímabili, eru hér merkt með krossi. Éá er fyrst Thor- valdsensfélagið; í því eru tómar frúr og má enginn karlmaður vera í því nema fyrir einstaka náð. — t Súpufélagið styrkti þá, sem voru »í súpunni«. — Pjóðvinafélagið gefur út »Andvara« og eitthvað annað, en annars veit enginn af því. — f Harpa, söng- félag, samsett af mestu söngmönnum og hljóðfæraleikurum. — f Bölvarafélagið, sem bölvaði öllu í sand og ösku. — t Vonin, eitthvert sjómatinafélag, sem dó af örvæntingu. — Verzlunar- mannafélagið, álitlegt félag og enn í blóma. — t Sjúkra- félagið, sem menn ekki vita hvort var saman sett af tómum sjúklingum eða þeim, sem ætluðu að hjúkra þeim. — tHaust- ullarfélagið, þar sem öll vorull var fyrirboðin. — Skotfélagið, nú líklega á förum: hefur líklega eytt öllum skotunum í kvennfólk. — Lestrarfélagið, lifir á dönskum »rómönum«, selur alt og á svo ekkert. — t Iðunnarfélagið, sálaðist af þýðingum og smekk- leysum. — Hornafélagið, spilaði á hrútshorn og sprakk, en af 13

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.