Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 34

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 34
194 því fæddist — Lúðrafélagið, sem oft hefur skemt á Austurvelli og inni í húsum, svo alt ætlaði að rifna. — Iðnaðarmanna- félagið með sitt stóra hús og allskonar spilverk. — fBræðra- félagið, þar sat enginn á sárs höfði. — Stúdentafélagið, sem hefur tekið það fyrir að »menta alþýðu«. — f »Balletten«, þar var dansað og soltið, dó úr hungri. — fSundfélagið, þar mátti enginn verða votur. — fSíldarfélagið, sem átti enga síldar- vörpu. — fSöngfélagið, tómir næturgalar. — f Svava, annað söngfélag, rifnaði. — f Ingólfur, stofnað með tómum þýðingum. — íþaka, bókafélag skólapilta, lifir einkum á bókum frá Fiske. — Garðyrkjufélagið, lifir á kálgraut. —Húss- og bústjórnar- félagið, nú myglað orðið. — Bandamannafélagið, óvíst hvort lifir á Bandamannasögu eða styttuböndum kvenna. — f Pístólu- félagið, lifði á brennivíni. — f Friðþjófur, þuldi Friðþjófssögu og dó. — Skósmiðafélagið, vill útrýma allri krít úr heiminum. — Prentarafélagið, frægt fyrir samsöng og skáldskap. — Járnsmiðafélagið, eflir járnsmíði og herzlu. — Blikksmiða- félagið, í því er einn meðlimur — Glímufélagið hefur stund- um gert dynki í leikhúsi Breiðfjörðs. — Dýraverndunarfélagið, sem enginn veit hvað gerir. — Skautafélagið, sem ávalt fær regn og illviðri, þegar það ætlar út á tjörnina. — Kennarafé- lagið, sona til málamynda. — Róðrarfélagið, er nú stundað af nokkrum stúlkum; karlmennirnir gáfust upp. — Kvennfélagið, eflir atorku kvennþjóðarinnar og alla pólitík. — Mímir, náttúru- fræðisfélag skólapilta. — Biflíufélagið, hefur nú í mörg herrans ár verið að bisa við biflíuna. — Fornleifafélagið, grefur í ösku- hauga. — Bókmentfél^gið, yrkir um »stjarnnótt« í »náttblævi«. Kaupfélagið, stofnað til að stríða kaupmönnum. — Ábyrgðar- félag þilskipaeigenda, borgar allar skútur, sem farast? — Útgerðarmannafélagið, lifir á tilberasmjöri (margarine). — Náttúrufræðisfélagið, kaupir fugla og er á flækingi.—Fram- farafélagið, eflir allar framfarir, hverju nafni sem nefnast. — Báran, sem leikur rammíslenzk kraftstykki. — Leikfélagið, sem lepur alt, sem útlent er, en getur ekkert leikið innlent. — Aldan, fæst við sjómensku á landi, — Bindindisfélagið, sem veit ekki að orðið »bindindi« er kvennkyns. — Góðtemplarafélagið, sem talar um Bakkus og brennivín, og svo »last not least«. — Blaðamannafélagið: »Tilgangur félagsins er að styöja að heið-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.