Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 35

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 35
195 virðleik og ráðvendni í blaðamensku« (Nýja Oldin 28. febr 1899). Jesús minn! Vera má að einhver fleiri félög séu til, eða eitthvað hafi gleymst, en þetta virðist vera nóg til þess að sýna, að félags- skapur hér er ekki lítill. SKEMTANIR. Enginn getur með réttu fundið að því, þótt fólkið þurfi einhverra skemtana við sér til hressingar og tilbreyt- ingar, enda er hér í Reykjavík ekki skortur á þeim. Söngur og samsöngur er hér mikið tíðkaður, og mest fyrir forgöngu ágætra kennara, þeirra Steingríms Johnsens, Jónasar Helgasonar og Helga Helgasonar kaupmanns, og syngja margir vel, en mest er sungið af útlendum kvæðum, eins og áður er á drepið. Hljóðfærasamspil þekkist hér ekki, því til þess þarf meira en hér eru tök á; samt sem áður eru samsöngvar hér kallaðir »Concert«, þótt rangt sé að nefna það svo. Lúðrafélagið gerir og oft sitt til að skemta. Dansleikar eru haldnir i »Reykjavíkur-klúbb« (annað^nafn eklci til), en eru nú fjörminni en áður; dansað er einnig víðar, einkum í Iðnaðarmannahúsinu, og annars hefur verið dansað hvar sem hola var til, svo það er nærri því óskiljanlegt, hvernig fólkið hefur getað það; í flestum brúðkaupum er dansað á eftir. Grímudansarnir munu nú vera af lagðir, sem einu gildir. — Sjónleikar voru áður hafðir þar sem mest var rúmið. Fyrir vort minni var einu sinni leikið í fjörunni, viðureign Örvar-Odds og Hjálmars og Arngríms- sona; leikendurnir voru hinir stærstu og sterkustu sjómenn í Reykja- vík og höfðu enga hugmynd um sjónleiki; má nærri geta, að þetta hefur verið »primitiv« og »barbarisk« skemtun, ekki ólík því, sem var hjá Grikkjum, meðan þeir voru á fyrsta stigi mentunarinnar, og vitum vér, að þeir voru þá ekki betri. Hér var fyrst lengi fram eftir leikið á »Gamla klúbbnum*; en eftir að Góðtemplara- húsið kom, þá var leikið þar; leikið var og í Glasgow og í leik- húsi Breiðfjörðs; en nú er ávalt leikið í Iðnaðarmannahúsinu, þótt salurinn þar sé ekki sem hentugastur; þar leikur »Leikfélagið« og er leikjunum mjög hrósað í blöðunum, einkum ef sjálfur »leikstjór- inn« dæmir, og mun hann hafa í huga það, sem stendur í biflíunni: »og guð leit yfir alt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott«. Leikirnir eru því nær allir þýðingar,1 sumar lélegar og ætíð 1 »Skuggasveinn« er því nær einasta íslenzka leikritið, sem hefur haldið sér, og er altaf leikið hér og þar; Hellismennirnir stöku sinnum. En þessir leikir eru orðnir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.