Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 42
202 Framfarir íslands á 19. öldinni. Pað er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðkvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Hvað er þá orðið okkar starf í *senn hundrað sumur? Hófutn við gengið til góðs götuna fram eftir veg ? Jónas Hallgrímsson. Nítjánda öldin er að kveðja og við stöndum á aldamótum. Við næstu áramót rennur upp ný öld, sem við allir vonum að verði ný í fleirum en einum skilningi. Við vonum, að hún hafi svo margt nýtt að færa okkur, — að hún verði frelsis og fram- fara öld, heilla og hagsælda öld, svo að þegar aftur sól hennar rennur til viðar, þá verði okkar kæra fósturland búið fá á sig nýtt snið og hagur landsmanna orðinn allur annar, en hann er nú. þaö virðist því eiga vel við, að renna augum yfir ástand lands- ins, eins og það er nú við og laust fyrir aldamótin, og jafn- framt bera það saman við ástandið fyr á öldinni og um síðustu aldamót, svo við getum gert okkur dálitla grein fyrir, hvað við höfum verið að starfa í þessi síðustu ioo ár, og hvort okkur hefir miðað fremur aftur á bak eða áfram. Af því má svo draga nokkrar líkur um það, hverjar vonir við getum gert okkur um framtíð landsins á komandi öld. Pví ef það sýnir sig, að við höf- um jafnt og þétt verið að þokast ögn áfram, svo að við séum nú við aldamótin búnir að ná réttari og betri stefnu en áður, þá er engin ástæða til að efast um, að niðjar okkar muni halda fyllilega í horfmu, heldur miklu fremur til að vænta þess, að þeir verði margfalt stórstígari en við. En því miður verður Eimreiðin rúmsins vegna að hafa yfirlit þetta mjög svo takmarkað og bæði að sleppa að minnast á ýmis- legt, sem þó væri vert að geta um, og hins vegar að eins drepa á sumt í fám orðum, sem í raun réttri hefði átt að rita miklu ýtarlegar um. En þetta verður nú samt svo að vera og Eimreiðin huggar sig þá við það, áð nokkuð sé betra en ekki neitt og aðrir muni verða til að fylla upp í skörðin. FÓLKSMAGNIÐ. Fyrsta framfaramerkið, sem verður fyrir okkur er það, að fólksfjöldinn í landinu hefir aukist að miklum mun. Árið 1801 voru landsbúar ekki nema 47,000, 1850 vóru þeir orðnir 59,000, en nú eru þeir um 76,000. Má því svo að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.