Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 43
203 orði kveða, að fólkstalan hafi stöðugt farið vaxandi, þó reyndar hafi komið fyrir tímabil á öldinni, er fólki hefir beinlínis fækkað. Pannig fækkaði landsbúum eigi allítið á tímabilinu 1880—90, en til þess vóru alveg sérstakar orsakir: skæðar landfarssóttir, harðindi og mikill fólksflutningur til Ameríku (þar munu nú vera um 20,000 íslendinga eða freklega það). Hefðu þessi áfelli ekki fyrir komið og enginn útflutningur átt sér stað, er sennilegt, að fólksfjöldinn væri nú orðinn tvöfaldur við það, sem hann var í byrjun 19. aldar eða jafnvel orðinn 100,000. Pví þó sumir hafi látið sér þau orð um munn fara, að fólkinu mundi ekki hafa fjölgað neitt frekar fyrir það, þótt enginn útflutningur hefði átt sér stað, af því landið hefði ekki getað framfleytt fleirum, en heima sátu, þá nær slíkt engri átt. Pað er ekki djúpt tekið í árinni, þó full- yrt sé, að að minsta kosti tífalt fleiri geti lifað í landinu, en nú eru þar — og lifað þó miklu betra lífi en nú. Við eymdarsón vonleysisdrauga og ónytjunga er ekkert að miða í þessu efni, því árinni kennir jafnan illur ræðari. Peir halda það sé landinu að kenna, sem er sjálfum þeim að kenna. I byrjun 19. aldar verður varla sagt að til væri nokkur bær (kaupstaður) í landinu, þar sem einar 307 hræður vóru þá í sjálf- um höfuðstaðnum. En eftir því sem liðið hefir á öldina, og eink- um á hinum síðasta fjórðungi hennar, hafa smámsaman risið upp stærri og minni kaupstaðir og kauptún. Kaupstaðir með bæjar- réttindum eru nú 4, einn í hverjum landsfjórðungi: Reykjavík með um 5500 íbúum (1801: 307, 1860: 1444), ísafjörður með um 1000 íb. (1880: 518), Akureyri með um 900 íb. (1880: 545) og Seyðis- fjörður með um 700 íb. Auk þeirra eru nú 45 kauptún og eru í sumum þeirra eins margir íbúar eins og í hinum minni kaupstöð- um (t. d. Akranesi og Eyrarbakka). Telji maður íbúa allra kaup- staða og kauptúna sem bæjarbúa, en alla aðra sveitabúa, verður niðurstaðan sú, að hér um bil 1/0 allra landsbúa séu nú bæjar- búar, en um 4/s sveitabúar. Pessa breytingu verður hiklaust að telja til framfara. Hún sýnir að lífið er að verða fjölbreyttara og að miklu fleiri af landsmönnum stunda nú ýmislegan iðnað, verzlun og fiskiveiðar en áður. Og þó að hún auðvitað hafi dregið tölu- vert vinnuafl frá sveitunum, þá bætir hún það að nokkru leyti aftur upp með því, að skapa í landinu sjálfu góðan markað fyrir bús- afurðir bænda, svo að hún þannig verður sveitabúskapnum óbein- línis til stuðnings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.