Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 50

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 50
210 hennar (nú um 45,000 kr.), bókmentasjóð Jóns Sigurðssonar al- þingisforseta (um 12,000 kr.), háskólasjóðinn (rúml. 5000 kr.) o. s. frv. Við latínuskólann er styrktarsjóður, sem heitir »Bræðrasjóður«, við Möðruvallaskólann dálítill »Nemendasjóður«, og við prestaskólann nokkrir styrkarsjóðir. Enn fleiri mætti nefna, þó smávaxnir sé. BÓKMENTIRNAR hafa tekið allmiklum stakkaskiftum. Þær eru nú margfalt auðugri og fjölskrúðugri, en þær vóru um síðustu aldamót. Málið hefir verið hreinsað, stafsetningin bætt, ritlistin fullkomnast, nýjar bókmentagreinir risið upp og þær, sem fyrir vóru, umskapast. Að sýna þetta áþreifanlega, er ekki unt, nema með því að rekja sögu bókmentanna gegn um alla öldina. En til þess veitti ekki af sérstakri ritgerð, lengri en hér er rúm fyrir. Vér verðum því að láta oss nægja fáeinar lauslegar bendingar. Að því er skáldskapinn snertir, þá hefir mest borið á ljóða- gerðinni eða lýriskum kveðskap. Pó hefir líka dálítið birtst af episkum skáldskap eða söguljóðum, sumpart frumkveðnum, sum- part þýddum Ljóðagerðin var reyndar í fullu fjöri og allmiklum blóma í byrjun aldarinnar, en hún hefir þó á þessari öld komist á miklu hærra stig en áður og náð meiri fullkomnun, bæði að því er snertir háfleygi, viðkvæmni, fegurð og ytri búning. Sniðið eða formið er orðið miklu fjölbreyttara og þýðara og braglistin meiri. En auk þess að ljóðagerðin hefir fullkomnast hafa tvær nýjar skáldskapartegundir bætst við. Hin fyrri þeirra er leikritin eða dramatiskur skáldskapur, sem heita má að haldi innreið sína með sjálfri öldinni, en þó sem harla ófullkomin tilraun. Á síðari hluta aldarinnar hefir leikritagerðin náð töluvert meiri þroska, þó hún sé enn á bernskuskeiði, enda uppskeran eftir öldina næsta lítil. Hin nýja skáldskapartegundin er nóvellistíkin eða skáldsögurnar. Á þeim fer fyrst að bóla um miðja öldina, og þó uppskeran sé fremur lítil og töluvert misjöfn að gæðum, þá hefir þó í nokkrum þeirra komið fram svo mikil snild, að þær verða að teljast sannar- legur gróði fyrir bókmentir vorar. Að því er sérstakar stefnur snertir, þá hefir hugsjónastefnan eða ídealisminn verið drotnandi mestan hluta aldarinnar jafnt í skáldskapnum sem í pólitíkinni. Þessi stefna hófst í Danmörku um §jálf aldamótin, en til íslands barst hún fyrst að nokkru ráði um 1830, er júlíbyltingin hafði rafmagnað hugi manna og hleypt þjóð- ernistilfinningunni í loga. Þá hneig og sverð og skjöldur fræðslu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.