Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 53

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 53
213 kringum árið iooo. En nú er fyrir lofsverða forgöngu ýmissa heiðursmanna vaknaður töluverður áhugi á fögrum söng og hann líka orðinn allur annar. í byrjun aldarinnar var líka langspilið hér um bil eina hljóðfærið, en nú er í fjölda kirkjur komið harmóníum, og í bæjunum leikur nú fjöldi kvenna á fortepíanó og gítar og einstaka á fiðlu. Sumstaðar eru og hornleikaflokkar, og söng- félög eru víða. Á síðari árum hafa og risið upp ekki færri en eitthvað io tónskáld, og hefir sumum þeirra tekist vel upp og jafnvel ágætlega. Leiklistin er enn á bernskuskeiði, en þó er þar um töluverða framför að ræða. Á henni fer fyrst að bóla í byrjun aldarinnar, og var þá leikið af skólapiltum og síðar líka stundum af stúdent- um og borgurum og jafnvel embættismönnum. Og þannig hefir það gengið alla öldina. Um verulega list hefir varla verið að tala og leiktjöld og allur annar útbúnaður hefir verið nauða ófullkominn. En á hinum síðustu árum er farið að leika á hverjum vetri í flest- um bæjum og á sumum stöðum (Rvík og Akureyri) eru nú komin upp föst leikhús. I Rvík er nú leikið að staðaldri á hverjum vetri og þar hafa að dómi blaðanna sumir leikendur (og þó einkum leikkonur) leikið svo vel, að óhætt virðist að segja, að þar sé sprottinn upp vísir til verulegrar leiklistar, þó hann sé að mestu heimaalningur og sjálfalinn. Síðan íslendingar fengu löggjafarvald og sjálfsforræði hefir þó nokkru landsfé verið varið til að efla bókmentir og listir. Auk fastra fjárveitinga til bókasafna, safnanna og bókagerðarfélaga er nú veittur meiri eða minni skáldstyrkur til 4 rithöfunda, og enn fremur nokkur styrkur til vísindalegra iðkana og rannsókna. Á hinum 6 síðustu árum hefir og 2 ungum mönnum (málara og myndhöggvara) verið veittur styrkur til að ganga á listaskólann í Kaupmannahöfn, og á síðustu fjárlögum var manni veittur styrkur til að koma á fót kenslu í teikning í Rvík, sem hin mesta þörf var fyrir, því kunnáttuleysi landsmanna í henni hefir verið mjög bagalegt. Organistanum við dómkirkjuna í Rvík hefir nú lengi verið veittur árlegur styrkur til að veita mönnum ókeypis kenslu í söng og hljóðfæraslætti og hefir sú fjárveiting orðið að miklu liði. Á síðustu fjárlögum var loks leikfélagi Reykjavíkur veittur nokkur styrkur. Alt þetta sýnir, að fulltrúar þjóðarinnar hafa haft fullan vilja á að styðja bókmentir og fagrar listir, þó fjárframlögin hafi eðlilega orðið að vera af skornum skamti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.