Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 55

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 55
215 er hlýtur að verða honum til hnekkis á margar lundir, sem hér yrði of langt upp að telja. Um önnur húsdýr er varla að tala, því þó fáeinar geitur séu á nokkrum stöðum, þá gætir þeirra lítið. Pær vóru 1896 tæpar 100 á öllu landinu. Af alifuglum er varla um annað en hæns að ræða. (í fornöld höfðu menn á íslandi fjölda svína og gæsa, en slíkt þekkist ekki nú). Garðyrkjunni hefir farið mikið fram á hinum síðustu árum. Pannig hefir t. d. uppskera af kartöflum og rófum hér um bil sex- faldast á 10 ára tímabilinu 1885—95 (kartöflur: 1885: 2,953 tn., 1895: 18,170 tn.; rófur: 1885 : 2,820 tn., 1895: 16,163 tn.). Aftur hefir heyaflinn staðið nokkurnveginn í stað síðustu 10 árin, verið um x/2 milj. hesta af töðu og 1 milj. hesta af útheyi a ári, stund- um litlu meiri og stundum minni eftir árferði. Að jarðabótum hefir töluvert verið unnið nú síðustu árin. Árið 1897 vóru þannig sléttaðir 320,756 □ faðmar í túnum, kál- garðar auknir um 50,438 □ faðma, hlaðnir túngarðar 24,329 □ faðm- ar, gerðir varnarskurðir 16,471 faðm., vatnsveitingaskurðir 34,879 faðm o. s. frv. En þrátt fyrir allar þessar jarðabætur er þó ekki enn lengra komið en það, að ræktað land (tún og kálgarðar) á öllu landinu er ekki nema tæpar 3 □ mílur (2,92) og af flæðiengi ekki nema -^/2 □ míla. Pegar miðað er við stærð landsins (1903 □ mílur) má því svo að orði kveða, að alt landið liggi enn í órækt, þar sem hinn ræktaði hluti er ekki nema eins og krækiber í ámu. Hins vegar er það ljóst, að nú er vaknaður töluverður áhugi á að efla landbúnaðinn og rækta landið, því á hinum síðustu árum hefir mikið verið gert í þá átt bæði af hálfu einstakra manna, landsstjórnarinnar og þingsins. Pað hefir verið stofnað garðyrkju- félag, fjöldi minni búnaðarfélaga og eitt allsherjarbúnaðarfélag fyrir alt landið. Enn fremur hefir verið settur á fót búnaðarskóli í hverju amti. Af landsfé er nú á hverju ári veitt töluvert fé bæði til búnaðarfélaga og búnaðarskólanna, og á fjárlögunum hefir verið veitt heimild til að lána bændum fé til hinna stærri jarðabóta með vægum kjörum. Pá hefir og verið veitt fé til að koma upp mylkiskenslu og verðlaunum heitið fyrir útflutt smjör. Fé hefir og verið veitt til trjáplöntunar, til rannsókna á fóðurjurtum, til gróðrartilrauna o. fl. Er þetta alt ekki lítil framför, þegar miðað er við, hvað gert var fyrir landbúnaðinn áður en við fengum lög-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.