Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 67

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 67
227 Milda framför má og telja stofnun sparisjóða þeirra, er upp hafa risið hinn síðasta hluta aldarinnar. Hinn fyrsti þeirra var stofnaður í Rvík 1872 og vóru innlög hans við lok ársins 13,610 kr., en 1891 vóru þau orðin 605,241 kr. og 1897 1,110,853 kr. Árið 1891 vóru sparisjóðirnir orðnir 15 að tölu og innlög þeirra allra 354,136 kr. Nú eru þeir orðnir 22 og innlög þeirra um 2 miljónir (1897: 1,742,337 kr.). Ein hin öflugusta lyftistöng fyrir framfarir í verzlun og öllum atvinnuvegum í hverju landi er að hafa góða banka. En alt fram að árinu 1885 var enginn banki til í landinu. IJá var stofnaður landsbanki með þriggja manna stjórn, einum framkvæmdarstjóra, skipuðum af landshöfðingja, og tveimur gæzlustjórum, kosnum af al- þingi. Stofnfé bankans var upprunalega að eins 1 j-i miljón óinnleys- anlegra seðla, sem landssjóður lánaði bankanum og ábyrgðist. En seinna óx starfsfé bankans töluvert við það, að sparisjóði Reykja- víkur var steypt saman við hann. Síðastliðið ár (1899) nam við- skiftaupphæð bankans (tekjur og gjöld) rúmlega 3^/4 miljón króna, og allar eignir hans í fasteignum, verðbréfum og peningum námu í lok ársins 2,046,424 kr., en af þeim átti sparisjóður Reylcjavíkur töluvert meira en helminginn (1,070,055 kr.). Varasjóður bankans var þá 203,577 kr. Af þessu má sjá, að starfsfé bankans er harla lítið og því ekki von, að hann hafi getað gert milda breyting á verzlun og öðrum atvinnuvegum landsmanna, enda verður ekki séð, að hann hafi haft nein áhrif í þá átt. Pó verður að telja stofnun hans töluverða framför frá því sem áður var, enda sýnir hin stórkostlega aukning á húseignum landsins og þilskipastólnum, að hann hefir orðið þeim að miklu liði. En að fleiru þarf að vinna en þessu, og því vóru á síðasta alþingi, til þess að bæta úr bráð- ustu nauðsyn á auknu starfsfé handa bankanum, samþykt lög um að auka seðlamagn hans með 1 ji miljón, og auk þess að stofna við hann veðlánadeild, er hefði heimild til að gefna út banka- skuldabréf fyrir alt að 1,200,000 kr. En þótt að þessu kunni að vera nokkur bót í bráðina, þá hlýtur þó öllum að vera ljóst, að það muni lítið hrökkva til að fullnægja eðlilegri lánsþörf og við- skiftaþörf manna, ekki sízt þegar litið er til þess, hversu gjörsnautt landið er af peningum fyrir og hvílíkt dauðans ólag er á verzlun- inni, þar sem alt eru tóm vöruskifti. Petta var síðasta alþingi líka fullljóst og tók því mjög vel tilboði tveggja útlendinga, sem lagt var fyrir þingið, um að stofna hér öflugan hlutafélagsbanka með r5;

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.