Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 70

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 70
230 yfirstjórn heilbrigðismálanna er falin landlækni (í Rvík), sem jafn- framt er forstöðumaður læknaskólans og hefir umsjón með lyfja- búðum landsins. Undir honum standa svo 42 héraðslæknar. og auk þeirra er kennarinn við læknaskólann, læknirinn við Holds- . veikraspítalann og augnalæknir og tannlæknir, sem báðir hafa mik- inn styrk úr landssjóði. Læknarnir eru því alls nú orðnir 47 að tölu eða 1 læknir fyrir hver 1600 af íbúum landsins, og mun það vera meiri læknafjöldi að tiltölu við íbúa en í nokkru öðru landi. Dýralæknisembætti vóru fyrir nokkrum árum stofnuð tvö, en hingað til hefir ekki tekist að fá mann skipaðan í nema annað þeirra, þó alþingi hafi í mörg undanfarin ár veitt nægilegt fé til að stunda þess konar nám. Féð ■ hefir að vísu verið notað, en enginn ungi komið úr egginu. Yfirsetukonum hefir mjög verið fjölgað, kjör þeirra bætt og þeim séð fyrir allgóðri mentun ýmist hjá landlækninum í Rvík eða á Fæðingarstofnuninni í Khöfn. í-byrjun aldarinnar var að eins ein lyfjabúð til á öllu land- inu, en nú eru þær orðnar 4, ein í hverju amti, auk þess sem hver héraðslæknir hefir dálitla lyfjabúð hjá sér. Spítalar vóru þá engir til (því hinir svo kölluðu »spítalar« fyrir holdsveika voru eiginlega engir spítalar, enda lögðust þeir algerlega r.iður), en nú eru þeir orðnir 5, einn almennur spítali í hverjum landsfjórðungi (hverjum af hinum fjórum kaupstöðum landsins) og Holdsveikra- spítalinn í Laugarnesi. Og auk þess er nú verið að vinna að því, að koma upp fleiri spítölum, og hefir alþingi bæði veitt nokkurt fé til þess og eins til þess að endurbæta þá spítala, sem til eru, og gera einn þeirra að landsspítala. Að allar þessar umbætur hafa ekki verið árangurslausar og að heilbrigðisástandið nú er orðið miklu betra en áður, má bezt sjá á því, að mannslífið (mannsæfin) á íslandi hefir á hinum síðasta aldarfjórðungi lengst um meira en 10 ár. Á árunum 1835 — 74 var það að meðaltali ekki nema 32 ár og 2 mánuðir, en 1875—95 var það orðið 42 ár og 8 mánuðir. Og mest hefir framförin orðið í þessu efni einmitt síðustu árin; því sé eingöngu miðað við árin 1891—95, þá var mannslífið samkvæmt dánarskýrslum fyrir þessi ár orðið 52 ár og 11 mánuðir og hefði því átt að hafa lengst um rúm 202/3 ár. En þetta tímabil er of stutt til þess að byggja á því nokkra almenna reglu. Pa bendir það ekki á minni framfarir í heilbrigðisástandinu, hve stórkostlega barnadauðinn hefir minkað á hinum síðari hluta aldarinnar. Á árunum 1838—55 dóu að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.