Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 75
235 PjÓÐHÆTTTR. Ef telja ætti upp allar þær breytingar og framfarir í þjóðháttum íslendinga. sem orðið hafa á hinni umliðnu öld í smáu sem stóru, þá yrði langur uppi. Um það má toluvert lesa í ritgerð -séra Eorkels Bjarnasonar »Fyrir 40 árum« í Tímariti Bókmentafélagsins XIII (1892) og athugasemdum dannebrogsmanns Ólafs Sigurðssonar í Ási við hana í sama riti (XV. árg., 1894), og leyfum vér oss aðallega að vísa til þeirra ritgerða. Hér skal þess eins getið, að hýbýlaskipun hefir mjög breytst til bóta, fataburður orðið smekklegri, hreinlæti vaxið, mataræði batnað og hjátrú og hégiljur minkað. Pá hafa og verkfæri manna tekið talsverðum umbótum og sum ný upp tekin. Má sem dæmi þessa nefna, að fram að 1840 var ljárinn reyrður við orfið, en þá fundu menn upp á að festa hann með járnhólkum, og hafði sú uppgötvun enga smávegis þýðingu fyrir sláttumanninn, þó hún sýnist í sjálfu sér ekki stór. Enn meiri framför var þó það, er menn tóku upp skozku ljáina og lögðu niður dengingarspíkurnar gömlu. Bá má og nefna bættan reiðskap, bætt veiðarfæri, nýjar vélar: sauma- vélar, prjónavélar, skilvindur, taðvélar, hjá sumum nýja vefstóla, spunavélar, kerrur og vagna og jafnvel sláttuvélar. Ekki var það heldur lítil framför, er steinolíulampinn útrýmdi grútarlampanum. Af framför í íþróttum má sérstaklega nefna sundkenslu þá, er nú er upp komin víða. Margt fleira þessu líkt mætti til tfna, ef rúmið leyfði. Eitt hið helzta framfaramerki í þjóðháttunum verður og að telja það, að samkomur og fundarhöld eru nú orðin tíðari en áður og skemtanir dálítið margbreyttari, þó enn megi betur vera. Pað er enginn vafi á því, að auknir mannfundir, aukin gleði og aukið lífsfjör eru einhver hin öflugustu meðul til að kippa mönnum upp úr doðanum og létta af þeirri lognmollu, sem nú í nokkrar aldir hefir hvílt yfir landinu. En langt á það enn í land, að eins mikið kveði að mannfundum, skemtunum og ferðalögum eins og hjá for- feðrum vorum á blómaöld landsins, enda líka lífsfjörið, dáðin og drengskapurinn að sama skapi minni en þá. NIÐURLAG. Pó að hér hafi verið stutt yfir sögu farið og mörgu slept, sem á hefði þurft að minnast, vonum vér að þetta sé þó nægilegt til þess að sýna, í hverja átt þjóðin hefir stefnt á umliðinni öld, og að framfarirnar eru ekki alllitlar í ýmsum grein- um. Sólskinsblettirnir eru margir, en um nýja skuggabletti er miklu færra, þó að þeir því miður séu líka til. Ef svo er að gætt, á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.