Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 76
236 hverjum hluta aldarinnar framfarirnar hafa orðið mestar, þá kemur það í ljós, að þær hafa ekki einungis orðið mestar, heldur nærri því allar á hinum síðasta aldarfjórðungi, eftir að landið fékk stjórnar- skrá, löggjafarvald og fjárforræði. Af því má nokkuð ráða, hvers virði pólitiskt frelsi og umbætur á stjórnarfarinu er fyrir þjóðina, og hve vitlega þeir tala, sem finst það hreinasti óþarfi, að vera nokkuð að eiga við eða hugsa um nokkra pólitík, þó menn reyndar geti ekki svo mikið sem látið upp í sig sykurmola, án þess að hún nái þar til (tollurinn). Jafnsnjallar eru og þær raddirnar, sem segja, að bezt sé að hætta við alt mas um stjórnarskrá og umbætur á stjórnarfarinu og vinna eingöngu að atvinnumálum landsins Peir gá ekki að því, að til þess að geta unnið að gagni að hverju sem er, verða menn að hafa nýtileg verkfæri, og fyrsta stigið er því að út- vega sér þau, ef alt á ekki að lenda í eintómum handaskolum. Auðvitað er hægt að vinna nokkuð að framfaramálum landsins með því stjórnarfyrirkomulagi, sem við eigum við að búa, enda hefir mikið tekist í því efni, síðan við fengum það, í samanburði við það, sem áður var, meðan menn vóru verkfæralausir og ekkert var gert.. Pað var líka hægt að hjakka dálítið með reyrðu dengingarspíkinni gömlu, en munur þótti mönnum þó á, þegar menn fengu skozku ljáina og tilvinnandi þótti mönnum að kaupa þá, jafnvel þótt menn yrðu að fella úr einn dag úr slættinum, til þess að fara eftir þeim í kaupstaðinn. Og nokkru líku er að gegna með stjórnarfarið. Pað er verkfærið, og að það sé í góðu lagi, er skilyrðið fyrir því, að hægt sé að vinna með nokkurri verklægni og verulega góðum árangri að öllum framfaramálum landsins. Pað hefir af sumum mönnum verið látið hljóma yfir landsbú- um, að landið væri að »blása upp«. Vér vonum að þetta stutta yfirlit sýni alt annað, sýni einmitt hið gagnstæða, að það er vor- gróður í loftinu íslenzka. Sumarið er að vísu ekki komið enn. og framfarablómin því ekki orðin útsprungin; en það er heldur ekki langt siðan vetrarnepjan endaði og margur blettur svo kalinn eftir hana, að gróðurinn hlýtur að verða nokkuð hægfara. En ef við látum, ekki á okkur standa með að hlúa vel að þeim frjóöngum, sem nú eru að spretta upp og klæða svörðinn, þá er engin ástæða til að efast um góða uppskeru. Pó landið okkar sé ekld sólríkt og víða nokkuð hrjóstrugt, þá má þar þó lifa góðu lífi, ef dáð og dreng- skapur haldast í hendur hjá sonum þess. Við getum því hugglaðir heilsað 20. öldinni og gert okkur von um miklar framfarir á henni, ef okkur að eins ekki vantar eitt: TRÚ Á FRAMTÍÐ LANDSINS. V. G. AthS. Sökum rúmleysis í þessu hefti verður »íslenzk hringsjá« því miður að bíða 1. heftis af VII. árgangi. RITSTJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.