Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 19
l9
Og hvað er nú eðlilegra að hugsa sér, en að afturhaldslið Heima-
stjórnarflokksins, sem í rauninni er stýrt af þeim manni, sem lengi
hefir verið þáttur í Estrúpsstjórninni, ætli sér að leika sömu listina
á íslandi, úr því að því hefir tekist að koma ávarpi Heimastjórnar-
flokksins í téðum atriðum í svo dásamlegt samræmi við hina
pólitisku frændur sína í Danmörku?
En til þess nú að kjósendur skuli taka sem minst eftir þess-
um afturhaldseinkennum ávarpsins, er svo heimastjórnar-
gærunni kastað yfir alt saman. Hún er altaf svo »þjóðleg«,
greyið. Pó er hún nú við brúkunina — eða misbrúkunina —
farin að slitna svo, að það er komin á hana stór gloppa, sem
grilla má í gegnum, hvað inni fyrir er. Par er hvorki meira né
minna en heill landsdómur með tilheyrandi ábyrgðarlögum fyrir
nýja ráðgjafann. Pað er nú gott og blessað, enginn framsóknar-
maður hefir í sjálfu sér á móti slíku, enda er gert ráð fyrir þess-
um ábyrgðarlögum í hinu nýsamþykta stjórnarskrárfrumvarpi. Ein
flestir munu satt að segja ekki hafa búist við svona miklu bráð-
læti, allra sízt úr þeirri átt. I fyrra æptu öll blöð Heimastjórnar-
flokksins, að alt ylti á búsetunni, fyrir hana væri alt gefandi,—
jafnvel sjálf landsréttindin (samkvæmt þeirra eigin skoðun á »lög-
festing« sérmálanna í ríkisráðmu að undanförnu). En nú er komið
annað hljóð í strokkinn. Nú segir Heimastjórnarflokkurinn í ávarpi
sínu, að »búseta stjórnarinnar hér í landi sé ekki ein út af fyrir
sig fullnægjandi«. Á var svo. Petta hefir fleirum fundist fyr,
og því að eins viljað skoða hana sem mikilsverða viðbót við
önnur gæði. En þá vildu Heimastjórnarblöðin ekki heyra slíkt
nefnt. Hún væri alt, alt annað einskis vert í samanburði við
hana. En nú er Heimastjórnarflokkurinn kominn til þeirrar viður-
kenningar, að annars og meira þurfi með. Pað þurfi líka að fá
ábyrgðarlög og innlendan dómstól til að dæma stjórnina. Og fyrir
þessu kveðst flokkurinn ætla að hefja baráttu þegar á »næsta
þingi«. Það eigi meira að segja »einkum« að verða hlutverk
næsta þings að fást við þetta. Flokkurinn muni »hér eftir sem
hingað til leggja fram alla krafta sína til þess að tryggja
þinginu hæfileg áhrif á stjórnina, og að öðru leyti efla þingræði
svo sem mest má verða«. Svo »atvinnumálin« eiga þá ekki
einu sinni að »skipa öndvegissessinn«, þegar til kemur, sem þó
var lofað nokkrum línum áður í ávarpinu. Nei, stórpólitíkin á
»hér eftir sem hingað til« að sitia í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og
2’