Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 66
65 Hún spurði, hvort það hefði verið vilji foreldra minna, að ég- skyldi dyngja skömm og svívirðing yfir þau og sjálfa mig og svíkja manninn minn. Litla virðing sýndi ég fcreldrum mínum me6 því, að gefa tilefni til þvaðurs. «þau verða að liggja eins og þau hafa um sig búið,« svaraði ég henni og auk þess mætti ókunna frúin vita, að ég þyldi ekkir að neinn færi smánarorðum um dóttur foreldra minna. Við borðuðum, við tvær einar. Karlmennirnir kringum okkur sátu þegjandi og gátu hvorki hreyft hníf né gaffal. Gamla konan var sólarhring um kyrt, til að hvíla sig; svo- fór hún. En meðan hún var, gat ég ómögulega skilið í, að hún væri móðir mín. Ég vissi bara, að móðir mín var dáin. Pegar hún var að fara af stað, og ég stóð við hlið hennar £ dyrunum og vagninn var kominn, þá sagði hún við mig: »Heilan sólarhring hef ég nú verið hér, án þess að þú hafir viljað kannast við mig sem móður þína. Um óbygðir hef ég ferðast hingað, tuttugu mílur á þrem dögum, og ég skammast mín svo fyrir þig,, að ég skelf og titra eins og ég hefði veri6 húðstrýkt. Verði þér afneitað eins og mér hefur verið afneitað, útskúfað eins og mér hefur verið útskúfað, Verði þjóðvegirnir heimili þitt, hálmbæli rúm þitt, kolagröfin arinn þinn. Skömm og svívirðing verði laun þín, og slái aðrir þig, eins og ég nú slæ þig!« Og hún rak mér rokna löðrung. En ég tók hana upp, bar hana niður þrepin og setti hana í vagninn. »Hver ert þú, að þú formælir mér?« sagði ég. »Hver ert þú, að slærð mig? Lað þoli ég ekki neinum.« Og ég gaf henni löðrunginn aftur. Vagninn ók af stað samstundis, en þá, í því augnabliki, Gú- staf Berling, vissi ég að Margrét Celsing var dauð. —- Hún var gó& og saklaus; hún þekti ekkert ilt. Englarnir höfðu grátið á gröf hennar. Ekki hefði hún slegið móður sína, ef hún hefði lifað.« Förumaðurinn við dyrnar hafði tekið vel eftir og orðin höfðu snöggvast yfirgnæft hinn tælandi þyt frá hinum eilífu skógum. Sjá, þessi volduga frú, hún gjörði sig sjálfa jafna honum í synd, systur hans í glötun, til þess að gefa honum hugarþrek til að lifa. þannig átti hann að komast að raun um, að sorg og synd hvíldi á herðum fleiri en hans. Hann stóð upp og gekk til majórsfrúarinnar. »Viltu nú lifa‘ Gústaf Berling?« spurði hún með grátstaf f kverkunum; »hversvegna vilt þú deyja? Lú hefðir getað orðið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.