Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 71

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 71
7i íslenzk hringsjá. UM SPJALDVEFNAÐ (»Úber Brettchenweberei«, Berlin 1901) heitir bók, sem fröken M. Lehmann-Filliés hefir gefið út og er það skrautrit mikið í fjögra blaða broti og með 82 myndum og henni til stórsóma. Ritið er í 10 köflum og er þar nákvæm lýsing á spjaldvefnaðinum í sínum ýmsu myndum og sjálfri vefnaðar- aðferðinni. í’ar er og mjög fróðleg skýrsla um rannsóknir bæði hennar sjálfrar og margra nafnkunnra vísindamanna viðvíkjandi spjaldvefnaðinum og útbreiðslu hans í ýmsum löndum. Kemur það upp úr kafinu, að hann er ekki aðeins eldgamall, heldur hefir tíðkast um allar jarðir, og má víðast hvar finna einhverjar menjar hans í hinum »gamla heimi«. í Danmörku er hann til á Jótlandi, í ýmsum héruðum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, Hann er og iðkaður á sumum stöðum í Grikklandi, Spjaldofinn lindi (»snáruband«). í Litlu-Asíu, Kákasus, Indlandi, Síam, Kína o. s. frv. Álítur Assyríufræðingurinn Dr. Carl I.ehmann, að Babýlon'ríkið sé hið upprunalega heimkynni hans. Og fröken L.-F. álítur, að Guðrúnarkviða II, 26 (»HúnsJiar meyjar, þœr er Jilaða spjöldum ok göra gidl fagrt«) bendi á, að spjaldvefnaðarl'stin hafi fluzt með Húnum til Norður- álfunnar frá Kákasuslöndunum, þar sem menn enn eru leiknir í þessum vefnaði og vefa bæði gullhlöð og silfurbönd með spjöldum. fetta virðist þó mjög vafasamt. Fult eins líklegt er, að orðin í Guðrúnarkviðu eigi aðeins að benda á, að húnskar konur hafi verið öðrum fremur leiknar í spjaldvefnaði. l?ví ýmislegt virðist benda á, að spjaldvefnaðurinn hafi áður verið til á Norðurlöndum og sé þar eldgamall. fannig getur froken L-F. þess, að í Pjóðmenjasafninu í Kaupmannahöfn sé til lindi (eða mittisband) frá eiröldinni, sem að dómi manna, er vit hafa á, sé spjaldofinn. Og þetta er næsta líklegt, þar sem menjar þessa vefnaðar hafa fundist í forngröfum Egipta frá árinu 960 fyrir Krists burð og svipaðar menjar má finna víða annarstaðar frá fornöldinni. Menjar hans hafa meira að segja fundist hjá frumbyggjum Ameríku, því í safni einu í Plamborg er spjaldofið band frá Peru, sem fundist hefir í forngröf- um þar. Spjaldvefnaðurinn virðist því hafa verið mjög almennur hjá öllum fom- þjjóðum, og er það því mjög sennileg tilgáta, er fröken L.-F. ætlar, að hann sé

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.