Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 16

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 16
hreinastur og fegurstur er gotneski stíllinn yfirleitt á Englandi. f’ar er hann mjög tíðkaður, því Englendingar hafa hvorttveggja góðan lista- smekk og ráð á að byggja eins og þeim þykir bezt fara. Þegar mað- ur lítur af góðri sjónarhæð yfir einhvern af hinum ensku stórbæjum. svo sem t. d. Edinborg, líkist bærinn til að sjá pílviðarskógi, svo marg- ir eru tumarnir, og svo grannir eru þeir og léttilegir; maður gæti næst- um því búist við, að þeir svignuðu fyrir golunni eins og tijátopparnir — Stórfeldustu sýnis- hornin af gotneska stílnum áEnglandi eru eflaust Parlaments- húsið og Westmin- ster-kirkjan í Lundún- um og Skotlandsbanki í Edinborg. En feg- ursta og nettasta lista- verkið, sem ég hefi séð í þessum stíl, er ofurltítil kirkja, sem heitir »Kings Cha- pel« í Cambridge. En eins og áður er sagt hefir dóm- kirkjan í Köln mest orð á sér af öllum gotneskum bygging- um í heimi, ekki ein- ungis fyrir fegurð sína og vandaðan frágang, heldur og fyrir stærð- ina. Meiri kirkjubákn eru sjaldgæt. Köln getur rakið sögu sína aftur til þeirra tíma, er Róm- verjar réðu löndum norðan Alpafjallanna á öndverðri keisara- DÓMKIkKJAN í KÖLN (vesturgaflinn). öldinni eða um það leyti er tímatal vort byrjar. Nafnið er leitt af latneska orðinu Colonia (o: nýlenda) og í bænum eru höfð til sýnis hús og húsabrot, sem eiga að vera frá dögum Rómveija. Bærinn stendur á bökkum Rínarfljóts- ins mestallur fyrir vestan fljótið, en þó ofurlítill hluti hans (nýi bærinn) á eystri bakkanum. Brú liggur á milli borgarhlutanna yfir Rín, sem þannig er bygð, að skipum er lagt hverju við hliðina á öðru, og brú- in er bygð ofan á þau. Snúa þau stöfnunum í strauminn og liggja við akkeri, sem föst eru í fljótsbotninum. Skipaumferð um fljótið er afarmikil, og þegar skip þurfa að fara um, eru nokkur af skipum þeim, er bera brúna, leyst úr tengslunum, og flutningsskipunum hleypt í gegn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.