Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 18
DÓMKIRKJAN í KÖLN (séð um kvöld frá eystri bakkanum á Rín). 98 miklu byggingar bezt í ljós, ekki einungis »grundvallarlínurnar« í hús- inu sjálfu og turnunum, heldur einnig það einstaka: bogarnir, sem ganga saman í odd að ofan, útskotin utan á byggingunni, alsett smá- turnum og prýdd myndum, og hliðin eða dyrnar. — Þegar maður lítur á hliðina á bygging- unni, minnir hún næstum á snarbratt hamrabelti vaxið greniskógi; þar stendur hver röðin yfir annarri af hvössum, grönn- um smáturnum og alls- konar myndbreytingum og prýði byggingarlistar- innar, sem ómögulegt er að lýsa, og tunga vor á engin orð yfir. En eitt er aðdáanlegast, og það er samræmið i öllu. smáu og stóru. Kirkjan er bygð ná- kvæmlega í rómverskan kross (f), þannig að að- alkirkjan myndar aðal- legg krossins og snýr frá austri til vesturs. f’vei- byggingin liggur í suður- og norður frá krossinum, og er ofurlítill turn upp- úr mæninum, þar sem þær falla að krossinum, en austur úr samskeytun- um liggur kórbyggingin, sem er elzti hluti kirkj- unnar, og var fullgerður og vígður til notkunar 1322. Á fæti krossins eða vesturenda kirkjunn- ar rísa tveir geysimiklir turnar og gnæfa við him- in. Standa þeir sinn hvorumegin við kirkjumæninn, og eru svo líkir, að hvergi sést munur á. Þessir turnar eru 468 fet (156 metrar) á hæð, eða 168 fetum hærri en Ráðhústurninn í Kaupmannahöfn. Um tíma voru þessir turn- ar hæstu kirkjuturnar í heimi, en nú hefir nýlega verið lokið við kirkjuturn í Ulm á Þýzkalandi, sem er 12 fetum hærri. — Samkepn- in li.fi! *) Flatarmál það, er kirkjan nær yfir, er heldur ekkert smáræði; það 1 Eitel-turninn í París er meira en helmingi hærri.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.