Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 29

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 29
in Iceland and in Icelandic literature with historical notes on other table games«. Það var og taflmaðurinn í Fiske, sem fékk hann fyrst til að veita Grímsey athygli vegna orðs þess, er fór af eyjarskeggjum í taflrnensku. Og lét hann sér ekki einungis ant um að hvetja þá til að hafa skáktaflið í heiðri, heldur styrkti hann þá á margan hátt, svo sem með því, að setja á stofn bókasafn hjá þeim (»Eyjarlrókasafmð«) og svo nú síðast í erfðaskrá sinni að stofna sjóð, um 44,000 kr., og skal vöxtunum af honum varið eyjunni til viðreisnar. Fiske var gáfumaður og iærður vel, smekkvís og hinn ritsnjallasti, hefur mörgum fundist til um, hve vel hann reit á enska tungu. Hann var snyrtimenni mikið og hinn skemtilegasti í umgengni og hafði marga kosti, er afla vina, enda munu allir þeir, er nánari kynni höfðu af honum, sakna hans. Og Island má sakna hans, því að hann bar það fyrir bijósti og vildi hag þess og sóma í öllu. Khöfn 23. des. 1904. HALLDÓR HERMANNSSON. Bifreiðar. Eftir ÞORKEL Þ. KLEMENTZ. Hugmyndin um bifréiðar (mótórvagna, sjálfhreyfivagna) er ævagömul. Menn hafa snemma farið að hugsa um, hvernig þeir gætu gjört sér hægara fyrir um hreyfingar. T. d. má sjá á forn- egypzkum legsteinum myndir af vögnum, sem hreyfast af gufu, er streymir út um pípu aftan á þeim. Auðvitað verður eigi með vissu sagt, hvort vagnar þessir hafi til verið annarstaðar en í hugmyndum manna; en þetta ber vott um, að þegar í forneskju hafi menn hugsað um sjálfhreyfifæri. Hérumbil frá árinu 200 e. Kr. er til bók ein um Pertínax keisara. í henni er þess getið, að keisarinn hafi látið selja eigur fyrirrennara síns; var meðal þeirra vagn, er talinn var nýtilbúinn og með margbreyttri og hugvitsamlega gjörðri vél. Hreyfði hún vagninn um leið og kæliblöðkur bærðust af hénnar völdum; með henni mátti og mæla vegalengdina og tímann, er til akstursins fór. Hún hefur því verið mesta snildarverk. Á miðöldunum hafa múnkar gefið sig við vélagjörð, Heyrst hefur getið um Grábræðramúnk einn, sém meðal annars ritaði um,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.