Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 30

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 30
I IO að takast hlyti að búa til vagn vel útbúinn með geysi-hraða, ef ekki brysti lærdóm og lægni. Síðan hafa bifreiðar verið eitt af umhugsunarefnum margra hugvitsmanna. Ymsar tilraunir voru gjörðar, unz Newton, náttúru- spekingnum enska, um árið 1608 tókst að búa til vagn, er gekk fyrir gufu. Var hann mjög einfaldur að gerð og litlu betri en gufukúluvagnar þeir, er þegar í fornöld voru kunnir einstaka manni. En þessi Newtons-vagn varð fyrsti vísirinn til eimreiðanna, er síð- ar fóru að tíðkast. Bifreið kom fyrst fram á sjónarsviðið, svo menn viti með vissu, árið 1689; hreyfðist hún úr stað við púðursprengingar. Sá hét Huyhens, er bjó til vélina. Á dögum Lúðvíks Frakkakonungs hins fimtánda (1748) bjó vélasmiðurinn Jacques de Vaucanson til bifreið; er hann sýndi konungi hana, komst hann svo að orði: »Menn munu halda að þér séuð galdramaður«. Og vísindafélagið franska komst að þeirri niðursstöðu, að ekki væri ráðlegt að aka á vagninum um götur borgarinnar, því að vera kynni, að lýðurinn yrði hræddur og héldi að djöfullinn sjálfur væri á ferðinni. Nokkru síðar var þó smíðaður vagn, er menn þorðu að aka á; gekk hann fyrir gufu og þurfti þrjá til að stýra honum. En brátt vildi svo óheppilega til, að hann brotnaði er hann á fleygiferð rakst á hús. Vagn- smiðurinn, Cugnot að nafni, bjó þá til annan vagn, en hann týnd- ist á tímum stjórnarbyltingarinnar; fanst þó seinna í kjallararúst- um nokkrum, og er nú geymdur sem menjagripur í safni einu í Parísarborg. Pá tóku Vesturheimsmenn að smíða bifreiðar. Sá hét Olivier Evans, er fyrstur smíðaði þar gufuvagn (1803); varð hann og notaður sem bátur á sjó, én var lítt viðráðanlegur. Fleiri tilraunir voru gjörðar, en fáar hepn- uðust eins vel og sú, er Trewithick gjörði, þó var ýmislegt að vagni hans. Fyrst var hann notaður til járn- flutninga (einnig í kola- námum), en eftir rúm 10 ár (1813) var hann orðinn að póstflutningsvagni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.