Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 32
11 2
mönnum vinnu daglega. Enn aðrar eiga þeir Levassor og fé-
lagar hans; búa þeir til bensín-bifreiðar, sem eru orðlagðar, og
eimbifreiðar með pípukötlum.
Nú á síðustu árum hefur notkun bifreiða farið mjög í vöxt og
fjöldinn allur af bifreiðaverksmiðjum verið settur á stofn í öllum
löndum; væri of langt mál að fara nánar út í það og telja upp
allar smá-breytingar.
Pað eru aðeins fá
ár, síðan bifreiðar
fóru að tíðkast hér
á Norðurlöndum;
var þeim misjafn-
lega fagnað og voru
margir hræddir við
þær, sem væru þær
ófreskjur. Nærri því
hlægilegar varúðar-
reglur voru settar
hér og þar. Var
t. d. í Kaupmannah.-
grendinni bannað að
aka á þeim, þar
sem vegir væru
mjórri en 12 álnir.
Þótt Kaupmanna-
höfn sé að ýmsu
leyti með nýtízku-
4. 20 h-1 fjórgengishreyfivél. sniði, var þó bæjar-
stjórnin og lögreglan svo afturhaldssöm, að kveða svona á um;
en orsökin til þessa var ýmigustur sá, er menn höfðu á þessum
nýmóðins samgöngufærum. Pessi ákvæði hafa enn ekki verið úr
gildi numin, þótt einkennilegt megi kalla, og þótt almenningur nú
orðið kunni þeim mjög illa, þar sem reynslan hefur hvarvetna
gefið bifreiðanotkuninni góðan vitnisburð, eins á þröngum og fjöl-
förnum stígum sem á breiðum hlemmigötum. Ur hófi keyrir þó
hégiljan hjá Vébjargarbúum á Jótlandi, því að þar verður sá, er
á bifreið ekur að kveldi dags, að láta annan mann ganga hundr-
að álna spöl á undan sér, til þess að vara fólk við!
Mætti gjöra ráð fyrir, að Islendingar hirtu eigi að taka Dani