Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 34

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 34
var hann auðvitað sjálfráður um, hvernig hann hagaði kaupunum og engum heimilt að gangrýna val hans. En hér er alt öðru máli að gegna. í fyrsta lagi bar herra Thomsen að hafa þarfir land.s- ins fyrir augum, er hann valdi vagninn, og í öðru lagi hvíldi skylda á herðum hans gagnvart bifreiðunum yfirleitt. Pví að það er ekkj þýðingarlaust, eins að því er snertir bifreiðar og notkun þeirra sem hvað annað, ef þær eru dæmdar eftir hvaða vagni, sem vera skal og ber þeirra nafn, vagni, sem keyptur hefur verið litlu verði hjá manni, er algjörlega stendur á sama um, hvort hann reynist vel eða illa. Hversu háu verði herra Thomsen hefur keypt vagn- inn, er mér reyndar ekki kunnugt; en mjög hátt hefur það varla verið. Hvað hann hafi upprunalega kostað (er hann var nýr), skiftir engu; enginn má þó ætla, að ég haldi, að herra Thomsen hafi grætt á fyrirtækinu og allri útgjörðinni. Pessar 2000 krónur, er þingið veitti, munu varla hafa hrokkið til. Og ef hann ætlar sér að gjöra þenna vagn svo úr garði, að hann geti fært mönn- um heim sanninn um, að bifreiðum megi aka um ísland, getur það orðið honum dýrt spaug, jafnframt því, sem hann kemst að raun um, að það er lítt ráðlegt, að kaupa lélegt og gamal áhald, þar er nýtt og gott skyldi. Auðvitað er það hægara sagt en gjört að finna það, sem bezt á við, ekki sízt þegar ræða er um jafn margbreytt færi og bifreið- ar, sem eru til í fjölmörgum tegundum og gerðum, hver með sín- um kostum og göllum. f*að er jafnvel ógjörlegt þeim, er sér- fræðingar eru í þeirri grein, að kveða þar upp algildan dóm að óreyndu, svo að eigi er von, að aðrir séu þess megnugir; sama gerðin getur reynst vel á einum stað, en illa á öðrum. Yms atriði eru lögð til grundvallar fyrir allri tilhögun bifreiða, sem eru mismunandi eftir því, hvernig þar háttar að öllu leyti, er þær skulu notaðar. Þótt herra Thomsen því mishepnaðist valið á sinni bif- reið, er það engin furða, þar sem hann fór ekki eftir öðru en sögn þess, er selja vildi, og sérfræðings, sem mælti með vagninum og komst þannig að orði: »Ur því að þér viljið kaupa gamlan vagiu fáið þér engan betri en þennan, jafnódýran« (!) Hvað var nú að þessum tilraunavagni ? munu menn spyrja. Þeir, sem sáu til ferða hans, vita, að honum gekk ekki vel. En hvers vegna? í fyrsta lagi vegna þess, að vélin var ekki nógu afl- mikil handa jafn þungum vagni og þar sem jafn margar og bratt- ar brekkur eru á vegum, eins og í Reykjavík. í öðru lagi sök-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.