Eimreiðin - 01.05.1905, Page 52
132
um ósjálfrátt að detta í hug, að innan 1 maganum á lögregluþjóni
Fróða Hansen mundi sitja slíkur kóeffisíent með ákaflega mikilli
tilhneiging til að þenjast út. Og þeir, sem mættu honum, — éink-
um þegar hann einmitt sendi frá sér eitt af sínum djúpu öland-
vörpum, hörfuðu smeykir til hliðar. Pví skyldi einhverntíma svo
fara, að kóeffisíentinn þarna inni fyrir ynni bug á stérka beltinu,
þá mundu slitrin — og sérstaklega magaskjöldurinn þeytast út í
loftið með svo miklum hraða, að nægilegt væri til að mölva spegil-
glerrúður.
Annars var það ekki svo ægilegt að nálgast Fróða Hansen;
hann var meira að segja álitinn einhver meinlausasti lögregluþjónn-
inn; það kom mjög sjaldan fyrir, að hann léti frá sér kæruskýrslu
um nokkurn skapaðan hlut. En samt var hann í miklum metum
hjá yfirboðurum sínum; því þegar aðrir höfðu kært einhvern, þurfti
ekki annað en að spyrja Fróða Hansen; hann gat æfinlega frætt
menn eitthvað um hvað sem vera skyldi.
Með þessu móti komst hann vel áfram í heiminum; hann var
næstum vinsæll í Opnurá og niður í Vagnsmiðagötu; jafnvel mad-
dama Hansen hafði stundum ráð á að bjóða honum hálfan bjór.
Og hún hafði þó ekki úr miklu að moða. Hún var bæði fátæk
og drykkfeld og átti nóg með að hafa sig áfram með krakkana sína
tvo. Pað var þó ekki svo að skilja, að maddama Hansen ynni
eða reyndi að vinna sig áfram, hvað þá heldur upp á við; tækist
henni aðeins að afla nægilegs til að borga húsaleiguna og hafa svo
ofurlítið afgangs fyrir kaffi og brennivíni, þá gerði hún ekki
hærri kröfur.
í rauninni var það — jafnvel í Opnurá almannadómur, að
maddama Hansen væri svín; og þegar hún var spurð, hvort hún
væri ekkja, var svarið vanalega: »Já sko! — það er nú sveimér
spurning fyrir sig«.
Dóttir hennar var á að gizka 15 vetra, sonurinn tveim árum
yngri. Einnig um þau var það almæli í Opnurá og þar nærlendis,
að óvandaðri krakkar hefðu sjaldan uppalist þar um slóðir. Valdi-
mar var kreistingslegur, fölleitur og dökkeygur strákur, háll eins
og áll, fullur strákskapar og bragða, og andlitið var eins og strok-
leður, sem gat á einu augabragði brugðið á sig kindarlegasta sak-
leysissvip, þó áður hefði frekasta ósvífni skinið út úr því.
Frá Pyri var heldur ekkert annað gott að segja, en að út
leit fyrir, að hún mundi verða lagleg stúlka. En allskonar ljótar