Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 58
i3» hans væri ekki rnikil, ruddi hún sér þó braut gegnum öll mót- mælin, svo hann gat haldið áfram: »Og úr því við erum að tala urn hunda, verð ég að leyfa mér að setja fram ákaflega djúpsetta ágizkunarkenning eftir sjálf- an mig. Ætli það geti ekki legið eitthvað afareinkennilegt fyrir þjóðarskapsmuni vora í því, að við einmitt hjá okkur höfum alið upp þetta göfuga hundakyn: hina þjóðfrægu, kynhreinu, dönsku hunda? Petta sterklega, bringubreiða dýr með gildu hrömmun- um, svarta ginið og tennurnar ægilegu, en þó svo góðlátlegt, meinlaust og viðmótsþýtt, — minnir það ekki á hina þjóðkunnu, óþrotlegu, dönsku höfðingjahollustu, sem aldrei hefir svarað rang- sleitni og misþyrming með öðru en sídillandi rófum, magaskriði á jörðunni og sleikjandi tungum? Og þegar við nú eruin að dást að þessu dýri, sem er gert í vorri eigin mynd og líkingu, er það þá ekki með einskonar angurværu sjálfshrósi að við klöppum því á kollinn: þú ert svo góður, svo tryggur, í sannleika stór og inndæll!« »Heyrið þér, herra kandídat Hansen! — ég vil ekki láta hjá líða að vekja athygli yðar á, að í mínu húsi eru vissir hlutir, sem — —« Húsbóndinn var reiður; en góðlyndur ættingi hans flýtti sér að grípa fram í: »Eg er sveitabóndi, og þér játið þó líklega — herra kandídat! að góður búhundur eða húsvörður er hreint og beint ómissandi fyrir okkur — ha?« »Ja, jæja — svolítill búrakki, sem getur gjammað, svo að vinnu- fólkið vakni«. »Nei, ég þakka fyrir! við verðum sveimér að hafa almenni- legan hund, sem getur tekið í lurginn á bófunum. Eg hefi nú ljómandi víghund«. »Og þegar svo einhver meinleysisgarmur kemur hlaupandi. til að segja yður, að það sé kviknað í bakbænum, og þessi ljómandi víghundur yðar þýtur í kverkarnar á honum — hvað þá?« »Ja — þá er það óheppilegt«, sagði bóndi hlæjandi, og hinir hlógu líka. Viggó Hansen var nú orðinn svo ákafur með að senda svör í allar áttir og hinar herfilegustu fjarstæður, að einkum æskulýður- inn skemti sér stórkostléga, án þess að taka eftir, hversu gremjan fór vaxandi: »En varðhundarnir — varðhundarnir! þér ætlist þó til að við

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.