Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 66
! 46 Konungur var auðsjáanlega í þungu skapi eftir samræðurnar við konu sína. Bismarck bað um leyfi til að segja honum, hvað gerst hefði í frávist hans. Þá tók konungur fram í fyrir honum og mælti: »Ég sé það einstaklega vel, hvernig þessu lýkur öllu. í’eir háls- höggva yður á leikhústorginu fyrir framan gluggana mína og nokkuru síðar hálshöggva þeir mig«. Bismarck grunaði, — og fékk síðar sannanir fyrir því, -— að í Baden-Baden hefði verið lagt kapp á að fjölyrða í eyru hans um æfi- lok Straffords, Loðvíks 16. og þess konar manna. Þegar konungur hafði lokið máli sínu, svaraði Bismarck ekki öðru en þessu (á frönsku): »Og hvað svo, yðar hátign?« »Hvað svo — svo erum við dauðir«, mælti konungur. »Satt er það«, svaraði Bismarck, »þá erum við dauðir; en ein- hvern tíma eigum við að deyja fyr eða síðar; og geta menn týnt líf- inu á virðulegri hátt? Ég fell í baráttunni fyrir málefni konungs míns og yðar hátign innsiglar yðar konunglegu réttindi, sem þér hafið hlotið af guðs náð, með yðar eigin blóði. I’að gerir ekkert til, hvort það gerist á höggstokknum eða vígvellinum, að menn leggja í sölurnar líf og limi fyrir þau réttindi, sem þeir hafa af guðs náð öðlast; það er jafn-mikið frægðarverk hvort sem er. Yðar hátign má ekki hugsa um Loðvík 16. Hann var alla æfi veiklundaður maður og engin fyrirmynd í mannkynssögunni. I’ar á móti sér mannkynið ávalt fyrirmensku- braginn á Karli 1. Hann leggur út í baráttu fyrir réttindum sínum og bíður ósigur; hann lætur ekki bugast af því og hann staðfestir kon- unglegan hugsunarhátt sinn með blóði sínu. Þér eruð neyddur til að beijast, þér getið ekki gefist upp, yðar hátign, þér verðið að setja hart á móti hörðu, jafnvel þótt svo kunni að fara, að það verði lífs- hætta fyrir yður«. I’ví lengur sem Bismarck lét dæluna ganga, því hugrakkari varð konungur. Hann fór að hugsa sér sjálfan sig sem liðsforingja, er væri að berjast fyrir konung og ættjörð. Bismarck segir, að Vilhjálmi hafi verið mjög líkt farið eins og títt hafi verið um rússneska liðsforingja; hann var fyrirtaks hugprúður maður í hættum og mannraunum, í orust- um og þegar honum voru sýnd banatilræði — alveg eins og liðsfor- ingjar hans; þeir eru hugprýðin sjálf, þegar um það eitt er að tefla að ganga út í dauðann. En eigi þeir að fara að hafast eitthvað að upp á eigin ábyrgð, þá eru þeir síhræddir við aðfinslur yfirmanna sinna, og það lamar þrek þeirra og framkvæmdir. Vilhjálmur var eins skapi farinn. Hann var hræddur við aðfinslur konu sinnar og almennings- álitið, eins og það kom fram ( blöðunum. Bismarck kunni tökin á honum. Vilhjálmur fór að hætta að hugsa um aðfinslurnar; hann fór að líta á sjálfan sig sem liðsforingja, sem skipað var að verja einhvern áríðandi stað; og þarna átti hann að vera, þar til er orustan yrði um garð gengin, hvort sem hann yrði þá sjálfur lífs eða liðinn. í’egar hann kom til Berlínar, var hann kátur og stæltur, og það leyndi sér ekki f viðræðunum við ráðherra þá og embættismenn, sem veittu hon- um viðtöku, að hann var »hvergi hræddur hjörs í þrá«. Páll Briem hafði ekki lesið söguna, og ég sagði honum hana. Ég var fullur aðdáunar fyrir Bismarck — manninum, sem ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.