Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 67

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 67
i47 hafði að eins vitsmuni til að sjá ráðin og afleiðingarnar, heldur og þrek til að takast á hendur þá feikna-ábyrgð, sem var örþrifsráðum hans að sjálfsögðu samfara — manninum sem eigi að eins á í höggi við afarrík öfl í þjóðfélaginu, er koma fram sem megn mótspyrna og fjand- skapur gegn honum sjálfum og starfi hans, heldur verður og stöðugt að vera á varðbergi gegn ótta og ístöðuleysi þeirra, sem sjálfsagðastir voru til þess að veita honum að málum, bæta því ofan á allar aðrar áhyggjur að beita vitsmunum sínum, staðfestu, lipurð og þolinmæði, til þess að vinna sigur á þeim örðugleikum, eins og saga þessi ber svo ljóst vitni um. Mér fanst verða undur-lítið úr Vilhjálmi við hliðina á þessum tröll- aukna anda, og ég lét þess getið við niðurlag sögunnar, að Bismarck gamli hefði hlotið að brosa í kampinn, þegar sonarsonur Vilhjálms fór að skipa þjóðinni að kalla afa hans »Vilhjálm mikla«. Auðvitað var Páll Briem mér sammála um Bismarck; frá þessari hlið er öll ver- öldin sammála um hann. En um Vilhjálm var hann mér mjög ósamdóma. »í’urfti þá ekki mikinn mann til þess að fylgja Bismarck ?« sagði hann. Svo fór hann að gera grein fyrir því, sem fyrir honum vakti. Hugsana- þráðurinn var hér um bil á þessa leið: Bismarck er að beijast fyrir sínum hugsjónum. Hvort sem hann vinnur sig- ur eða bíður ósigur, þá eignar veröldin honum sjálfum það, sem hann er að fara með. Auð- vitað býst hann sjálfur við að vinna sigur, og þá er hann ómótmælan- lega orðinn eitt af allra-helgustu stórmennum mannkynssögunnar. í því er afarríkur stuðningur fólginn. En Vilhjálmur veit, að honum er stöðugt núið því um nasir, að hann hafi látið Bismarck teyma sig. Verði málstaður þeirra undir, fer Vilhjálmur ekki varhluta af óförunum og svívirðingunni. En fari alt eins og þeir ætlast til, þá fær Bismarck miklu meira en helminginn af sæmdinni. Svo komst Páll Biiem að því, sem ég fann, að hann var í raun og veru að tala um, þó að hann væri í orði kveðnu að leggja út af Vilhjálmi: PÁLL BRIEM. o'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.