Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 18
i78 ar eldsneyti brennur í ofni. Tökum sem dæmi treiniofn (magasínofn). Pað er algeng- asta ofnlagið heima og þyk- ir reynast vel, enda eru þeir að mörgu leyti miklu betri en vindofnarnir gömlu. Ef ofninn er hirtur sem vera skal, er farið þannig að. Eld- holið er fylt með eldsneyti og kveykt upp ofan frá. Pegar vel er kviknað í ofn- inum, er ofndyrunum lokað og lofti ekki hleypt inn í ofninn nema um loftsnerl- ana, og má opna þá eða loka þeim eftir þörfum, svo að ofninn haldist mátulega heit- ur. Loftið, sem sýgst inn um loftsnerlana, fer upp í gegnum ristina, og þegar það kemur þangað, sem elds- neytið er í glóð, verður meiri eða minni hluti súrefnisins samruna við kolaefni elds- neytisins. Hve mikill hluti súrefnisins eyðist, fer mjög eftir hraða þeim, sem loftið streymir með gegnum ofn- inn. Pví hægar sem það fer, því betur nær glóðin að verka á það og tæma úr því súrefnið, og því minna óþarfa loft streymir þá gegnum ofn- inn. Loftið, sem sleppur gegnum glóðina, er því venjulega svo súrefnissnautt, að það er lítt hæft til að við- halda bruna. Við koks 24. mynd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.