Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 54
214 Maðurinn fallni. (Kveðið haustið 1902). f’ögul gríma á svörtum seiði situr yfir höfði mínu: Ríkir bæði úti og inni einvöld norn í ríki sínu. Mér er þrunginn höfuð-hugi; hjarta mitt er fult af tárum: Liggja þungt á muna mínum minningar frá liðnum árum. Orsök þess, að hljóður hugur hefir vöku í nætur tjaldi, hún er sú, að hann er fallinn, hniginn fyrir norna valdi — hann, sem þjóðar gagn oggæfu gerði að æfistarfi brýnu, gekk og stóð á fráum fótum, fylgdi jafnan merki sínu. Veit ég Saga sínum manni sæti býr og hvílu reiðir inn’í sjálfu öndveginu, eigin hendi þangað leiðir, — meðan Gleymska garpa sína grefur undir veggjum hallar. Eigi að síður, út við dyrnar, orða minna hljómur gjallar. Eigi að síður, út úr dyrum, orða minna lúður gjallar; hljóma skyldi hvelt og lengi, hátt til fjalls og lágt til vallar, þeirra til, sem fara í flýti fram og aftur þjóðgötuna, -— allra þeirra, er einhvern tíma orð mín kynnu heyra og muna. Ruddi veg, og réðst við fáa, röskur drengur, að endurbótum, þar sem vóru, og enn þá eru, undir hunda og manna fóturn grafin djúpt og endur-orpin óðalsgæði í móðurlandi, geymd og duld frá alda öðli einsog gull í náma sandi. Ósérhlífinn alla daga, aldrei spar á forystunni þegar eitthvað þurfti að gera það, sem enginn hinna kunni, eða vildí á sig leggja; ör og skjótur í hverju bragði; eygði fyrstur eina ráðið, óhræddur á vaðið lagði. Ausa vildi auði úr sjónum, upp úr jörðu gullið brjóta, skoraði fast á fólksins krafta fengsins afla og hans að njóta. — Að honum stefndi Marðar-mælgi, margt og ilt í far hans lagði: »Hann vill græða á okkar elju,« allur tjöldinn manna sagði. Daginn vildi hann drjúgum auka, — draga úr veldi skímu-nætur, þeirrar sem að þjóðarandann þröngum sjónhring una lætur — árdagsskini úr álfu Suðra. Upp var skotið dökku merki: »Sólargapinn sína móður svívirðir í orði og verki.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.