Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 10
I7Q
sinni eru komnar, er mjög erfitt að halda höfðinu hreinu og safn-
ast því næstum altaf mesti sægur af lúsum í alla geitnakolla.
Skoði maður skófirnar í smásjá, kemur í ljós að þær eru samsettar
af samanhangandi þéttu neti eða flækju af örþunnum þráðum,
sem eru fléttaðir inn í hársvörðinn og hársræturnar. — Petta er
sveppstegund, eigi ósvipuð myglu, sem lifir eins og önnur planta,
en þrífst hvergi nema í hársverði mannsins, einkum barna og ein-
ungis þeirra, sem illa eru hirt. Þess eru engin dæmi, að þeir
fái geitur, sem daglega kemba og greiða hár sitt.
Sjúkómurinn læknast ekki af sjálfu sér, en heldur áfram til
dauðadags, ef ekkert er að gjört. Lækningin er erfið, þegar
sjúkdómurinn er orðinn magnaður, og er eigi annarra meðfæri en
lækna, en er þó ætíð vön að hepnast. Hún er fólgin í því, að
reyta upp öll sjúku hárin og reyna að eyða sveppinum með hinum
og þessum meðulum.
KLÁÐI. Kláði er eigi jafn auðþektur sjúkdómur og geitur,
og þess vegna er almetiningi eigi eins kunnugt um útbreiðslu hans;
en hann er miklu algengari og í sumum héruðum landsins bólar
árlega svo mikið á honum, að hlutaðeigandi læknar hafa” oft
kvartað undan honum í skýrslum sínum til landlæknis.
Sjúkdómurinn lýsir sér með sterkum kláðafiðringi og útslætti
af smábólum eða örðum, oftastnær um úlfliði, ökla eða milli fingra,
en getur breiðst þaðan út um alt hörund líkamans, ef hann er
ekki læknaður í tíma. Sjálfkrafa læknast hann ekki. Orsök sjúk-
dómsins er ofurlítið skorkvikindi, kláðamaurinn, sem er svipaður
að stærð og lögun fjárkláðamaurnum. Petta litla kvikindi grefur
sér göng í hörundinu, verpir þar eggjum og eykur kyn sitt.
Kláðinn berst mann frá manni, og er býsna sóttnæmur og getur
sýkt jafnvel þá, sem þrifnir eru, en oftast nær heimsækir
hann einungis þá, sem vanrækja daglega ræsting hör-
unds síns.
LÚS. Pegar ég var krakki, lærði ég af öðrum krökkum
þessa gátu: Hvaða dýr er það, sem ég á og þú átt, kóngurinn
og drotningin og allar manneskjur? Pað var auðvitað lúsin. Petta
sýnir þá trú, sem jafnvel til skamms tíma, og máske enn, er drotn-
andi meðal alþýðu á íslandi, að lúsin sé svo að segja óaðskiljan-
legur hluti líkamans, sem kvikni á mönnunum og fylgi þeim síðan
alla æfi til grafarinnar!
Lús er auðvitað jafn óeðlilegur gestur á hörundi líkamans og