Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 74
234 BREIÐABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. I, i—2. Winnipeg 1906. f’etta er nýtt tímarit, sem herra Ólafur S. Thorgeirsson í Winnipeg hefir byrjað að gefa út, en ritstjóri þess er séra Friðrik J. Bergmann, sem í mörg ár var ritstjóri »Aldamóta« og gat sér með þvl mikinn orðstír í bókmentaheiminum íslenzka. Það má því vænta hins bezta af þessu nýja riti, þar sem því er stýrt af jafn mikilhæfum og þaulæfðum rithöfundi, enda eru tvö fyrstu heftin, sem vér höfum séð, í alla staði vel úr garði gerð, þó efni þeirra sé að vísu ekki sér- lega veigamikið. En vera má að það sé með vilja gert að bjóða ekki fólkinu þegar í stað of þunga fæðu, enda óvíst að slíkt sé mjög mis- ráðið fyrir framtíð þess. Annars á efni ritsins að verða mjög margbreytt, bæði »til umhugs- unar, fróðleiks, skemtunar og yfirlits«. í fyrsta heftinu er ágætlega skrifuð ritgerð um »samband við andaheiminn« og í báðum heftunum eru stuttar sögur. Hinn ytri frágangur er hinn prýðilegasti, bæði prentun og pappír, og kápan svo smekkleg, að unun er á að líta. Er vonandi að ritið fái marga kaupendur og eigi langt líf fyrir höndum. V. G. íslenzk hringsjá. UM ÍSLAND OG ÍSLENDINGA hefir á þessu sumri staðið svo mikill sægur af greinum í dönskum blöðum, að engin leið er að því. að telja þær upp. Hér skal því þess eins getið, að »Illustreret Tidende« gaf út sérstakt stórt hátíðanúmer um ís- land 22. júlí, með fálkamynd framan á, myndum af Öllum alþingismönnum og fjölda- mörgum öðrum myndum, ásamt kvæðum og greinum eftir Holm Hansen, OlafHan- sen, Boga Melsteð, C. F. Drechsel, Thit Jensen og Daniel Bruun. Síðar hafa og komið greinar og myndir um ísland í sama blaðinu, eftir fólksþingsmann Blem, magister H. Wiehe o. fl. Finnum vér sérstaklega ástæðu til að benda á grein Wiehes — manns, sem bæði talar og ritar tungu voru sem innfæddur íslendingur, þó hann aldrei hafi til íslands komið —, því hún er rituð með svo milli einurð og svo frábærum skilningi á sambandi og afstöðu íslands við Danmörku, að slíkt er alveg eins dæmi. V. G. ÍSLAND í »Baedekers Schweden und Norwegen«, Leipzig 1906, 10. útgáfa, bls. 475—86. M. phil. Kuchler hefur ritað tíu bls. um ísland í bók þessari og látið fylgja tvö kort. í*að er stutt og laggott hjá honum, og alt rétt, nema ísland og Noregur sameinuðust Danmörku 1380, en ekki 1360 sem þar segir (líkl. prentvilla), og stjórnarskipun vorri var ekki breytt 1877. Ekki telur hann það meðfæri neinna nema þeirra, sem eru óvenjulegir ferðagarpar og hættir ekki við að sundla og svima, að fara lengra en að Geysi, Gullfossi og — Heklu, ef þeir eru ekki lífhræddir. I>engra segir hann engum meðalmanni vera fært að ferðast, nema með ströndum fram á gufuskipi. J. St.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.