Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 72
232
þú ert svipköld um enni, í auga heit —
ég elska þig fjalladrotning.
Bláfjöllin standa í breiðfylking
sem bergrisavörður um Rangárþing.
Ljóða lækir við bakka. —
Þyrlast niður af Þríhyrning
þokan um græna slakka.
Vér óskum og vonum, að þessi tvö ungu skáld feti í sporin, sem
þeir hafa stigið, og verði með tímanum taldir meðal öndvegisskálda á
íslenzka tungu. J. St.
ÓDAUÐLEIKI MANNSINS. Tvær ímyndaðar mótbárur gegn
ódauðleikakenningunni eftir William James prófessor í heimspeki við
Harvard háskóla. Gubm. Finnbogason þýddi með leyfi höfundarins.
Rvík 1905.
Eigi Guðm. Finnbogason þökk skilið fyrir það snjalltæði, að þýða
hina ágætu fyrirlestra próf. James, sem hann hélt árið 1898 við Inger-
soll-stofnunina á Harvard-háskóla í Ameríku. íslendingar eru sumir á
reiki og hálfvinglaðir, að því er snertir hinar dýpstu ráðgátur mannlífs-
ins. Ætli sumir mentamenn vorir haldi ekki, að sálarlífið sé verkun
heilans og deyi með honum. í’að sé hjátrú og hindurvitni að trúa á
annað líf. Próf. James segir, að helztu vísindamenn nútímans standi
getgátulausir uppi gagnvart því, að heilinn framleiði meðvitund, sem er
alveg ósamkynja eðlis. Meðvitundin sé til, bak við tjöldin, samtíða
heiminum, og heilar vorir séu eins og gler, er hleypir inn glætu frá
henni. Líkaminn er þá ekki orsök sálarlífsins, heldur aðeins takmörk-
unarskilyrði þess, eins og Kant segir. Sýnir hann að þetta sé líkleg-
asta ráðningin á ráðgátu lífsins, frá sjónarmiði skynseminnar.
Ég vil skora á Guðm. Finnbogason að þýða hina ágætu fyrirlestra
J. A. Balfours —- sem var ráðaneytisforseti Bretaveldis 1895—1905» og
fór frá um nýjárið — í hinu brezka vísindafélagi, um skoðanir vísinda-
manna á heiminum og ráðgátum hans, og hvernig þær hafa breyzt við
uppgötvun radíums o. fl. Eðlisfræðingar hafa fundið, að í hvetju »atómi«
eru »negatívar« og »pósitívar« rafmagns-sveiflur, sem halda þeim út af
fyrir sig. í’egar tilveran er rakin út í æsar, eru það öfl, kraftar (forces)
og ekki efni (matter), sem eru grundvöllur alls í heiminum. Fyrirlestur
Balfours hefir verið þýddur á ýms mál. J. St.
SUMARGJÖF, II. ár. Utgefendur: Bjarni Jónsson og Einar Gunn-
arsson. Rvík 1906.
Oss finnast kvæði Jónasar Guðlaugssonar í hefti þessu vera tilþrifa-
mest, en »Kveðið í gljúfrum« eftir Jóhann G. Sigurðsson er ljómandi
draugakvæði. Draugurinn kveður í gilinu, að nú séu átján orðnir úti
þar, en hann vill hafa nítján með sér, og er svo að teygja menn þangað.
Lagleg kvæði eftir Lárus Sigurjónsson og óprentað kvæði eftir Ben.
Gröndal eru í heftinu, og ritgjörð um Bæjarstaðaskóg eftir Helga Jóns-
son. Annars er bókin að efni til yfirleitt fremur lagleg og alþýðleg.
/. St.