Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 26
urinn, að hún ætti að setjast þar algerlega upp, og vera þeim til byrði eftir þetta. Jón tók þessu illa. Hann brá Sigurlaugu um nízku og smá- sálarskap. Sagði að hún teldi eftir sér að gefa systur sinni að éta, meðan hún væri vegalaus, og þar fram eftir götunum. Lengra varð ekki komist þá leiðina. Pá minti hún Jón á, hvílíkt hneyksli stafaði af veru systur sinnar þar á heimilinu, og hvort ekki mundi hentast að fara að gera enda á því. Við þessu brást Jón svo reiður, að það var engin leið að halda slíku áfram. Pá reyndi hún að fara þá leiðina, að vísa systur sinni hreint og beint í burtu og fylgja þannig fram húsfreyjurétti sínum. En það var of seint gert. Systir hennar var þá orðin henni meiri ofjarl en svo, að hún færi fyrir það, einkum þar sem hún átti vísa aðstoð Jóns til að fá að vera. í þessu heimilisstríði stóð nú Sigurlaug viku eftir viku. Og það fór stöðugt versnandi. Sorgin, sem hún hafði að bera út af þessu ástandi, ætlaði að verða henni um megn. Henni datt alls konar heimska í hug. Gremjan og hatrið fylti hana svo, að hún átti lítið eftir til að verða glæpamanneskja. Hennar sælustu vonir voru nú sviknar, réttur hennar fótum troðin og hamingja hennar eitruð og eyðilögð. Líklega hefir það helzt hindrað hana frá að vinna eitthvað hryllilegt, að hún vissi ekki hvort þeirra hún átti að telja sekara, Jón eða systur sína. Geirlaug sparaði ekki plástra á þessi sár. Hún lét ekkert tækifæri ónotað til að storka systur sinni og kvelja hana sem mest hún mátti með vægðarlausri hæðni. Hún vissi hvað hún mátti bjóða sér. Hún var sú, sem hafði háspilin á hendinni. Sigurlaug bar þessa miklu hugraun með frábærri stillingu. Hún bar sjaldan hönd fyrir höfuð sér, þegar hún var áreitt. Hún sást aldrei fella tár; hún gerði það þeim mun meira í einrúmi; og hún tjáði engum frá vandræðum sínum. En henni fanst lífið vera sér óbærilegt, og það var engin furða. Ein héimskan, sem henni datt í hug, var að steypa sér í fossinn í ánni, sem rann þar ofan eftir dalnum, og gera með því enda á öllum þessum hörmungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.