Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 27
87
En hún hætti við það vegna þess, að hún vissi að hún hlaut
þá að týna meiru en sínu eigin lífi.
I’að voru liðnar nokkrar vikur síðan að hún vissi það, að hún
var kona ekki einsömul.
Hún hafði þó enn þá neista af von um að þetta mundi lagast.
En hann dó með öllu, þegar hún komst að allri óhamingjunni
eins og hún var.
Það var ekki fyrri en snemma um veturinn sem hún varð
þess áskynja, að það var eins ástatt fyrir systur sinni eins og
sjálfri sér.
Pá var henni of mikið boðið. Henni komu þá í hug orð
húsmóður sinnar fyrverandi. að hún skyldi leita til sín, ef henni
lægi á.
Hún tók þegjandi saman það helzta af eigum sínum, sem
ekki var mikið, lagði það á bakið og lagði af stað gangandi —
út í kafald og ófærð, burt, burt af þessu andstyggilega blóðsifja-
heimili, og kom þangað aldrei framar.
Seint um veturinn ól Sigurlaug sveinbarn. Nokkrum vikum
síðar ól systir hennar einnig sveinbarn.
fað var tíðrætt um þennan atburð í sveitinni. Pað var heldur
ekki ólíklegt. Mönnum verður oft tíðrætt um það, sem minna er
í varið.
Enginn var svo ófróður, að hann vissi ekki, að hér var framið
hegningarlagabrot. Enginn var heldur í efa um, að þetta atferli
ætti í raun og veru hegningu skilið. En þó var eins og öllum
kæmi steinþegjandi saman um það, að láta náð ganga fyrir rétti.
Hugmyndir almennings um hegningu og hegningarlögin fara
ekki æfinlega saman. Menn vissu að það var Jón Baldvinsson,
sem mest hlaut að verða fyrir hegningunni. Og menn aumkuðu
hann fyrir þessa yfirsjón. Öllum var meinlítið við hann, og það
var eins og mönnum væri sagt það, að hann væri mest sekur
um ósjálfstæði og ungæðishátt. Það væri önnur persóna í þessu
hryggilega spili, sem væri sekari, og það hefði víst enginn hikað
við að kæra, ef menn hefðu vitað, að hún fengi nógu mikinn