Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 27
87 En hún hætti við það vegna þess, að hún vissi að hún hlaut þá að týna meiru en sínu eigin lífi. I’að voru liðnar nokkrar vikur síðan að hún vissi það, að hún var kona ekki einsömul. Hún hafði þó enn þá neista af von um að þetta mundi lagast. En hann dó með öllu, þegar hún komst að allri óhamingjunni eins og hún var. Það var ekki fyrri en snemma um veturinn sem hún varð þess áskynja, að það var eins ástatt fyrir systur sinni eins og sjálfri sér. Pá var henni of mikið boðið. Henni komu þá í hug orð húsmóður sinnar fyrverandi. að hún skyldi leita til sín, ef henni lægi á. Hún tók þegjandi saman það helzta af eigum sínum, sem ekki var mikið, lagði það á bakið og lagði af stað gangandi — út í kafald og ófærð, burt, burt af þessu andstyggilega blóðsifja- heimili, og kom þangað aldrei framar. Seint um veturinn ól Sigurlaug sveinbarn. Nokkrum vikum síðar ól systir hennar einnig sveinbarn. fað var tíðrætt um þennan atburð í sveitinni. Pað var heldur ekki ólíklegt. Mönnum verður oft tíðrætt um það, sem minna er í varið. Enginn var svo ófróður, að hann vissi ekki, að hér var framið hegningarlagabrot. Enginn var heldur í efa um, að þetta atferli ætti í raun og veru hegningu skilið. En þó var eins og öllum kæmi steinþegjandi saman um það, að láta náð ganga fyrir rétti. Hugmyndir almennings um hegningu og hegningarlögin fara ekki æfinlega saman. Menn vissu að það var Jón Baldvinsson, sem mest hlaut að verða fyrir hegningunni. Og menn aumkuðu hann fyrir þessa yfirsjón. Öllum var meinlítið við hann, og það var eins og mönnum væri sagt það, að hann væri mest sekur um ósjálfstæði og ungæðishátt. Það væri önnur persóna í þessu hryggilega spili, sem væri sekari, og það hefði víst enginn hikað við að kæra, ef menn hefðu vitað, að hún fengi nógu mikinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.