Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 37
i97 Geirlaug gamla stóð þar með bláröndóttan klút fyrir andlitinu. Allir vissu að hún var ekki að gráta. Svo skágaut hún augunum við og við út undan klútnum upp á hitt fólkið, einkum prestinn. En andlitið var á stöðugri breytingu og hreyfingu, eins og það væri að fálma eftir einhverjum svipbrigðum, sem ættu við þetta tækifæri. Og ef til vill hefir það verið út úr vandræðum einum, að hún var við og við að pota fingrunum upp undir röndina á djúpu húfunni og klóra sér. Jón Baldvinsson stóð þögull. Gamlar minningar vöknuðu nú upp hjá honum og hann sá nú í fyrsta sinn, hvað hann hafði gert. Hann hafði eyðilagt tvö mannslíf, sitt og hennar. Sár iðran greip hann svo honum lá við að gráta, en hann herti sig upp, Hann þorði ekki annað fyrir konu sinni. En auk hans var Baldvin sá eini, sem stóð þar með meira en uppgerðaralvöru. Pað gripu hann einhverjar ósjálfráðar viðkvæmnistilfinningar. [’að var þó móðir hans, þetta, sem verið var að moka moldinni ofan yfir. Móðir hans, sem hann hafði reynst svo ræktarlaus sonur. Röddin titraði ofurlítið, þegar hann byrjaði jarðarfararsálminn »Alt eins og blómstrið eina«, og titringurinn í röddinni ágerðist, þangað til hann varð að hætta að syngja, og tárin streymdu niður kinnarnar á honum. Það var átakanlegt að sjá þetta unga, laglega karlmannsandlit þannig grátþrungið. Það komu fram í því rauðir flekkir af geðs- hræringu, og drættirnir kringum munninn kipruðast saman. Og nú, þegar allur yfirlætissvipur var sem strokinn burtu af því, þá líktist það andlitinu á móður hans, eins og það hafði verið á yngri árum, og eins og það var í kirkjunni forðum. Pegar jarðarförinni var lokið gerðu allir krossmark yfir leiðið. Svo kysti Geirlaug prestinn, lengi og innilega, og prestskonuna þremur kossum, hversu innilega sem þau bæði væmdi við því. Pegar þau gengu frá gröfinni, óskaði Jón Baldvinsson sér þess í hljóði, að hann mætti heldur leggjast við hlið Sigurlaugar í gröfinni, en fara heim í kotið með Geirlaugu sinni — en hann þorði ekki að óska þess upphátt. Jón Trausti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.