Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 70
230 víða fyrir orðum og orðalagi, sem að vorri vitund eru alveg sérkennileg fyrir stíl Einars. Vér skulum sem dæmi þessa benda á forskeytið undur- við lýsingarorð (undurmikið, bls, 5, undurlágt, bls. 36, undurbjarta, bls. 44) og notkun orðsins áreiðanlega (»já, áreiðanlega leið henni betur«, bls. 7, »hún mátti þá áreiðanlega fara til mannanna«, bls. 10, »og áreið- anlega ár eftir ár«, bls. 40) og lifandi (»ekki með nokkru lifandi móti«, bls. 21 og 50, »datt engum í lifandi hug«, bls. 57) eða þá setninguna: »Já, ef þau voru þá ekki tignarleg!« (bls. 39). A dönskunni á danska æfintýrinu eru þrír mjög svo óverulegir smá- gallar, en annars er málið á því svo gott, þýtt og alþýðlegt, að maður á erfitt með að trúa því, að piltur í 2. bekk lærða skólans skuli geta ritað svo gott mál. Vér efumst stórlega um að kennararnir í dönsku við skólann komist til jafns við hann. Á málinu á æfintýrinu, sem að búningnum til er eignað Snorra Sturlusyni, eru gallamir heldur meiri, þó furðanlegt sé, hve gott það er. Einkum er það þó eitt orð — »ykkar« í byijun æfintýrisins, sem er alveg ósamrýmanlegt við málið á dögum Snorra. Það á að vera »yðrar«, því á dögum Snorra blönduðu menn ekki saman tvítölu og fleirtölu, eins og nú, né heldur gátu menn notað eignarfall af persónulegu for- nafni sem eignarfornafn. Villan er því tvöföld í þessu eina orði. En hvað sem öllu öðm líður, þá er kver þetta kynjakver, sem flestum mun forvitni á að sjá og allir smekkmenn munu líka hafa unun af. V. G. PALL JÓNSSON: LJÓÐMÆLL Akureyri 1905. Bók þessi er allstór, undir 200 bls., enda kennir þar margra grasa. Fyrsti kaflinn heitir »Myrkur og morgunroði«. Þar er alvaran ofan á. ádeilukvæði mörg og athugasemdir um lífið. »Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast. — Það er lífsins saga« segir hann þar á einum stað, og er þetta skýrlega sagt. Margt er þar fleira gott, t. d. gamla sagan í vísunni: »Við svala lind um sumarstund«, o. s. frv., sem margir kannast við. Gott er h'ka »Nafnið þitt«, »Alt breytist« o. fl. Og þá er þetta fallega draugaleg vísa: »Ut hjá dröngum dauðans vök dylur margt í leynum; þung em hafsins heljartök, hált á þarasteinum«. En margt er hér einnig, sem minna er í varið, og flest era yrkis- efnin margsungin áður. Slíkt er að vísu eigi tiltökumál, þótt manni detti sama í hug, sem öðrum áður, og yrki um, en ilt er ef kvæðin minna ofmjög hvort á annað. Þetta á sér einmitt stað hér; til dæmis má taka: »Svanurinn og svínið« (Naut og lóa, eftir Stgr. Th.), »Um haust« (Land kólnar, lind fölnar, P. Ö.). Þá er og »Auðvaldið« næstum of líkt sumu hjá f’orst. Erl. Aftar í bókinni er kafli, sem heitir »Gaman og alvara«. Fyrsta kvæðið þar, »Vanþökk og umbun«, er ágætt. f’að er hressandi að heyra einu sinni rétt lýst þjóðfrelsisgörpunum, sem ekki þurfa annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.