Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 70

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 70
230 víða fyrir orðum og orðalagi, sem að vorri vitund eru alveg sérkennileg fyrir stíl Einars. Vér skulum sem dæmi þessa benda á forskeytið undur- við lýsingarorð (undurmikið, bls, 5, undurlágt, bls. 36, undurbjarta, bls. 44) og notkun orðsins áreiðanlega (»já, áreiðanlega leið henni betur«, bls. 7, »hún mátti þá áreiðanlega fara til mannanna«, bls. 10, »og áreið- anlega ár eftir ár«, bls. 40) og lifandi (»ekki með nokkru lifandi móti«, bls. 21 og 50, »datt engum í lifandi hug«, bls. 57) eða þá setninguna: »Já, ef þau voru þá ekki tignarleg!« (bls. 39). A dönskunni á danska æfintýrinu eru þrír mjög svo óverulegir smá- gallar, en annars er málið á því svo gott, þýtt og alþýðlegt, að maður á erfitt með að trúa því, að piltur í 2. bekk lærða skólans skuli geta ritað svo gott mál. Vér efumst stórlega um að kennararnir í dönsku við skólann komist til jafns við hann. Á málinu á æfintýrinu, sem að búningnum til er eignað Snorra Sturlusyni, eru gallamir heldur meiri, þó furðanlegt sé, hve gott það er. Einkum er það þó eitt orð — »ykkar« í byijun æfintýrisins, sem er alveg ósamrýmanlegt við málið á dögum Snorra. Það á að vera »yðrar«, því á dögum Snorra blönduðu menn ekki saman tvítölu og fleirtölu, eins og nú, né heldur gátu menn notað eignarfall af persónulegu for- nafni sem eignarfornafn. Villan er því tvöföld í þessu eina orði. En hvað sem öllu öðm líður, þá er kver þetta kynjakver, sem flestum mun forvitni á að sjá og allir smekkmenn munu líka hafa unun af. V. G. PALL JÓNSSON: LJÓÐMÆLL Akureyri 1905. Bók þessi er allstór, undir 200 bls., enda kennir þar margra grasa. Fyrsti kaflinn heitir »Myrkur og morgunroði«. Þar er alvaran ofan á. ádeilukvæði mörg og athugasemdir um lífið. »Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast. — Það er lífsins saga« segir hann þar á einum stað, og er þetta skýrlega sagt. Margt er þar fleira gott, t. d. gamla sagan í vísunni: »Við svala lind um sumarstund«, o. s. frv., sem margir kannast við. Gott er h'ka »Nafnið þitt«, »Alt breytist« o. fl. Og þá er þetta fallega draugaleg vísa: »Ut hjá dröngum dauðans vök dylur margt í leynum; þung em hafsins heljartök, hált á þarasteinum«. En margt er hér einnig, sem minna er í varið, og flest era yrkis- efnin margsungin áður. Slíkt er að vísu eigi tiltökumál, þótt manni detti sama í hug, sem öðrum áður, og yrki um, en ilt er ef kvæðin minna ofmjög hvort á annað. Þetta á sér einmitt stað hér; til dæmis má taka: »Svanurinn og svínið« (Naut og lóa, eftir Stgr. Th.), »Um haust« (Land kólnar, lind fölnar, P. Ö.). Þá er og »Auðvaldið« næstum of líkt sumu hjá f’orst. Erl. Aftar í bókinni er kafli, sem heitir »Gaman og alvara«. Fyrsta kvæðið þar, »Vanþökk og umbun«, er ágætt. f’að er hressandi að heyra einu sinni rétt lýst þjóðfrelsisgörpunum, sem ekki þurfa annað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.