Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 38
198
A. P. Berggreen.
ANDREAS PETER BERGGREEN sönglagasmiður og söngritahöf-
undur er fæddur í Kaupmannahöfn 2. marts 1801. Faðir hans var
sænskur, fæddur í Stokkhólmi, en móðir hans dönsk, dóttir Lynge hér-
aðslæknis í Friðriksborg. 10 ára gamall var Berggreen ungi tekinn til
fósturs af móðurföður sínum og settur í Friðriksborgar lærða skóla.
Lynge var hinn mesti sönglistar vinur og heimili hans sönglistar heimili
og hafði það mikil áhrif á B. Ekki naut hann mikillar tilsagnar í
sönglist nema lítillega á flautu og áttu hinar fyrstu tilraunir hans í
sönglagagerð, er hann tók að bera við 14—15 vetra gamall, við það
hljóðfæri. Einmitt um það skeið var sönglist mikið höfð um hönd á
heimilum í Friðriksborg og tók K. talsverðan þátt í því; enda skólinn
hafði í þessa stefnu áhrif á hann, þar sem yfirkennarinn við hann, hinn
hámentaði ágætismaður F. P. J. Dahl1, sem sjálfur var hinn mesti söng-
vinur, sönglærður vel og snillingur á flautuspil, veitti honum örfandi og
mentandi leiðbeiningu og sérstaklega vakti tilfinningu hans fyrir fegurð
og einkennileik alþýðlegra sönglaga (Folkemelodier).
1819 fór hann til háskólans, og gekk undir examen ártium og fékk
aðra einkunn. Hafði hann þá að vísu ráðið með sjálfum sér að leggja
stund á sönglist, en fyrir orð þeirra, er að honum stóðu, tók hann að
lesa lög. Samt leið ekki á löngu að hann hætti við lögin og sneri
sér alhuga að sönglistinni. Hann komst í kynni við Weyse, tónameist-
arann fræga, sem yfirskoðaði sönglagasmíðar hans og gaf honum margar
góðar bendingar, en veitti honum samt ekki tilsögn eða gerðist kenn-
ari hans. Kennara hafði B. engan, hann mentaði sig sjálfur. Pegar
hann varð stúdent hafði hann komist á Garð (Regensen) og varð hann
skjótt alt í öllu hjá stúdentum að því er sönglist snerti og stjórnaði
fleirrödduðum söng þeirra. Og eins eftir að hann var kominn út af
Garði var hann jafnt sem áður hinn handgengnasti stúdentum og leið-
beindi þeim í sönglegum efnum. Meðan hann enn var á Garði samdi hann
lögin við Flokk þann (»Kantate«), er sunginn var á 200 ára »Regens«-
hátíðinni (1823), og þá var það sem í fyrsta sinni gaf að heyra eitt
hið afhaldnasta lag hans: »Kong Christian lægger ned sit Sværd.«
1833 gaf hann út »Sange for Studenterforeningen«, og var það söngva-
safn undanfari þess að stúdentasöngfélagið (Studentersangforening) var
stofnað (1839).
B. réðist nú í stærri verk og samdi söngsjónleik einn (Opera) í
þremur þáttum »Billedet ogBusten* með Ijóðtexta eftirdanska þjóðskáldið,
Oehlenschláger. Honum og Oehlenschláger var mjög vel til vina og
var B. mikill aðdáari hans. Oehlenschláger, Weyse og Goethe voru
þeir menn, sem B. hafði einna mestar mætur á af andans mönnum í
þá daga. Hann samdi og lög, er heyrðu til ýmsra sjónleika Oehlen-
schlágers, og byrjaði að gefa út »Musikalsk TidsskrifU hið fyrsta söng-
1 Sbr. Berggr.: Sange til Skolebrug« 2. hefti, sem tileinkað erDahl; sbr. enn-
fremur »Vor Ungdom« Bidrag til F. P. J. Dahls Liv. S. 664—665.