Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 57
217
Sýnishorn íslenzku frá 16. öld.
Áriö 1555 gaf vísindamaðurinn Conrad Gesner í Zíirich út
bók sína »Milhn'dates«, sem var fyrsta yfirlitið, er nokkuð kvað
að, yfir öll þau tungumál, bæði lifandi og dauð, sem menn þá
kunnu skil á. Eins og svo oft hefir verið gert á síðari tímum
notaði hánn þar sem sameiginlegan texta Faðirvorið eða hina
drottinlegu bæn, *ut et facilius essei conferre inter se linguas
quae orationem exprimerent eandem: et in brevissimo sanctis-
simoque argumento id fieret. Á bls. 40 a. sýnir hann »Faðirvor«
á íslenzku, og er það, að minni vitund, elzta sýnishornið af
íslenzkum texta, sem birt hefir verið fyrir utanNorður-
lönd, og hefir það að því leyti nokkra sögulega þýðingu.
Áður en bók Gesners kom út hafði Faðirvor verið prentað á
íslenzku í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, sem kom út í
Hróarskeldu 1540. Herra bókavörður Sigfús Blöndal hefir sýnt
mér þá góðvild að senda mér afrit af þeirri þýðingu á Faðirvori
bæði í Lúkasarguðspjalli og í Matteusarguðspjallinu. Sýnir hin
mismunandi orðaskipun1 ótvíræðlega, að Gesner hefir ekki tekið
sinn texta eftir prentuðu þýðingunni, enda mundi hann þá heldur
ekki hafa vanrækt að geta um heimildarrit sitt, því á öðrum stöðum
getur hann heimilda sinna. Annars þarf ekki slíkra vitna við, því
hin hræðilega meðferð hans á textanum sýnir, að hann getur ekki
hafa tekið hann eftir neinni prentaðri bók. Af öðrum stöðum í
Mithridates má og sjá, að Gesner hefir gert sér far um að útvega
sér uppskriftir af Faðirvori á útlendum tungum, og í hinu íslenzka
Faðirvori hans eru villur, sem ekki er unt að skýra öðruvísi, en
að þær stafi frá misskilningi eða mislestri á skrifuðum texta.
Eg set nú hér texta Gesners og bæti svo við undir hverri
sérstakri bæn þeim texta, er gera má ráð fyrir að hann hafi haft
fyrir sér.
1 í þriðju bæninni hjá Gesner (verdi tinn vile, suoms ai himme, so ai podu) er
»himininn« fyrst nefndur, en síðan »jörðin« í samræmi við gríska og latneska text-
ann hjá Matt. 6, io. En í Testamenti Odds frá 1540 stendur: verdi pin vilie so a
jfordu sem a himne, og eins i Guðbrandarbiblíu frá 1584: so a Jordu sm a Himne.
í texta I.úkasar vantar þriðju bænina, en í báðum íslenzku þýðingunum er henni
skotið inn eftir texta Matteusar.