Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 34
i94
sættina, svo hún þyrfti aldrei að skifta sér af því framar, og þetta
hélt hann trúlega, meðan honum entist aldur til.
Hún gat því fremur gengið inn á þessa skilmála, sem þeir
voru alger uppgjöf frá Jóns hendi. Hún kærði sig í raun og
veru ekkert um að hindra hjónaband þeirra, hans og systur sinnar.
Hún kærði sig ekkert um hann framar og var sama hvað um
hann yrði. Hún hafði nú náð sér niðri á honum og óskaði ekki
frekari hefnda, Pað, sem fyrir henni vakti mest af öllu, var, að
tryggja barninu sínu framtíð.
Og hún var ekki í efa um, að því mundi líða betur á góðu
heimili, en ef það væri á flækingi með sér.
Pessi sáttmáli var gerður skriflega og Jón undirskrifaði hann
með skjálfandi hendi. Sigurlaug handsalaði prestinum nafn sitt,
því hún var ekki skrifandi. Svo skrifuðu þeir undir sem vitundar-
vottar presturinn og bóndinn á bænum, og presturinn jafnframt
sem ábyrgðarmaður frá Jóns hálfu, fyrir því, að samningurinn yrði
haldinn.
Pegar þessu var lokið, fékk Sigurlaug ákafa grátkviðu. Hún
hafði aldrei grátið jafn-beisklega fyr, svo nokkur maður hefði
séð. Það var yíir þeirri tilhugsun, að þurfa að slíta barnið sitt
frá sér. —
Presturinn tók barnið heim til sín nokkrum dögum seinna og
ætlaði að hafa það hjá sér fyrsta árið með þeirri meðgjöf, sem
um var samið. Við sama tækifærið var það skírt, og hlaut dreng-
urinn nafnið Baldvin.
Eftir það sá Sigurlaug aldrei barn sitt.
Pað var þessi sami Baldvin, sem nú var orðinn forsöngvart
°g organisti við kirkjuna, þar sem móðir hans hafði barist fyrir
rétti hans og farsæld.
Hann hafði alist upp á þessu tiltekna, góða heimili, junz hann
var upp kominn. Pá settist hann að hjá föður sínum. Hálfbróðir
hans og systrungur var þá einnig upp kominn og kom þeim mjög
vel saman. —
Upp frá þessu var líf Sigurlaugar sem innibyrgt. Engan geisla
hamingju eða ánægju lagði þangað framar. Pað varð „kalt og
myrkt og kyrt eins og gröfin.
Pað varð að gröf sorga hennar og minninga.
Hún varð nú aftur vinnukona og var það upp |frá þessu.