Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 31
Pað var hjónalýsingin. Hún hljóðaði raunar ekki öðruvísi en vant var. Alt var eins, nema nöfnin. Hún byrjaði á orðunum: Lýsist f annað sinn til hjónabands með heiðarlegum persónum o. s. frv. og endaði á orðunum: Viti nokkur meinbugi á þessu hjónabandi, þá segi hann til þess í tíma. Lýsist til hjónabands með heiðarlegum — — Pað fór sem ókyrðaralda um alla kirkjuna. Geirlaug gaut augunum í allar áttir. Var hún kanske ekki heiðarleg? En ókyrðina lægði óðara, svo það mátti eins vel segja, að það hefði verið misheyrn ein. Svo leit Geirlaug fram í sætið til systur sinnar. Hana lang- aði til að sjá framan í hana núna. Tillitið bar vott um illkvitnis- legan unað og kindarlegt sigurhrós. Sigurlaug sat grafkyr og leit ekki upp. En þegar kom að síðustu orðunum: Viti nokkur meinbugi á þessu, þá segi hann til þess í tíma. — Pá heyrðist eitthvert undar- legt hljóð fram í kirkjunni, sem menn könnuðust ekki vel við. Allir litu til Sigurlaugar, sem var staðin upp. Geirlaug leit þangað líka og stóð á öndinni af ótta. Nornarsvipurinn var sem strokinn burt af andliti hennar, og hún hefði viljað fórna miklu til þess, að systir hennar settist niður án þess að segja nokkuð. Sigurlaug stóð keik framan við sætið sitt. Enginn hafði séð hana jafn upplitsdjarfa. Röddin titraði varla; hún var fastmælt og skírmælt. Hún lýsti meinbugum, sagði, að Jón Baldvinsson væri trúlof- aður sér og faðir að barni sínu, og að þeirri trúlofun væri enn ekki slitið. Svo settist hún niður aftur. Hún hafði engin fleiri orð, engin óþörf orð. Allir störðu á hana meðan hún var að tala. Hún vakti al- menna aðdáun, og hefði þetta farið fram í leikhúsi, en ekki kirkju, þá hefðu eflaust allir klappað henni lof í lófa hvar sem verið hefði. Hún var fríð sýnum, hún var kvennleg, hún var beinlínis sköruleg, þar sem hún stóð þarna í miðri kirkjunni; fátæklega til fara, og hélt fram rétti sínum og barnsins síns. Presturinn gamli stóð eins og steini lostinn uppi í »pontunni« og glápti vandræðalega út yfir söfnuðinn. Pað var eins og hann væri að bíða eftir vissu um það, hvort sér hefði heyrst rétt. Annað eins hafði aldrei komið fyrir í söfnuði hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.