Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 28
188
hluta hegningarinnar í hlutfalli við það, sem hún að almennings-
álitinu hafði unnið til.
Pað kærði heldur enginn. Ekki einu sinni presturinn lét vit-
und til sín heyra, þótt þetta hneyksli hefði gerst í söfnuði hans.
Ekki einu sinni seinna, þegar þetta var komið í enn þá meira
hámæli, var yfirvöldunum tilkynt það. Pað hefir verið látið af-
skiftalaust frá löggæzlunnar hálfu til þessa dags og verður líklega
ekki farið að hreyfa við því nú, eftir 30—40 ár, þótt ég tilkynni
yfirvöldunum það óbeinlínis. —
Sigurlaug hafðist við hjá gömlu húsbændum sínum yfir vetur-
inn. Pegar hún var komin til heilsu eftir barnsburðinn, kom hún
sér fyrir með barnið á öðrum bæ í húsmensku. Henni var marg-
boðið að vera kyrri með barnið, en hún þáði það ekki og fór
sínu fram. Hún vildi ekki vera velgerðamönnum sínum til þyngsla,
en hún áleit, að hún væri ekki sama vinnukonan og áður, nú,
þegar hún hafði barn á örmum.
Barnið var hraust og efnilegt og henni þótti innilega vænt
um það. Pað var sem sólargeisli í lífi hennar eftir alt þetta hörm-
ungahret, sem yfir hana hafði dunið.
Hún var lítið fálátari nú, en hún hafði verið. Pað var erfitt
að sjá á henni nokkra breytingu. Og ókunnugum gat alls ekki
komið til hugar, að hún hefði nýlega ratað í slíkar raunir.
Aðeins þeir sem voru henni nákunnugir, sáu ofurlitla breyt-
ingu. Og þó hún væri dul í skapi og ekki málgefin, mátti þó sjá,
að eitthvað meira en lítið barðist um í hug hennar.
Hún stundaði barnið dag og nótt og vann með því fyrir lífi
sínu. Pá sáu menn það bezt, að hún gat tekið höndunum til
gagns, einnig í sæti sínu.
En hún var óvanalega þungbúin og alvarleg. Stundum kom
það jafnvel fyrir, að hún sat í þungum hugsunum, svo þungum, að
hún heyrði það ekki, þó barnið gréti.
Hún gleymdi sér alveg.
þeir, sem veittu henni athygli þá, hefðu eflaust getað séð .
stór tár koma fram í augun. En þau komust oftast nær ekki
lengra. Pau voru stöðvuð þar með hlífðarlausri hörku. En tæk-
ist það ekki, þá hrukku þau eins og högl niður á kjöltu hennar
eða ofan á barnið.
Og við það vaknaði hún af hugsunum sínum.
Sjálfsagt hefir mörgum verið forvitni á að vita, um hvað hún