Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 53
213
Mjúkur þytur þaut um sveitir,
þíður, góður veður-niður.
Æsti þysinn ljós og leysing
leið um hlíðar vaðals-kliður.
V.
Mökkur hafi húkir yfir,
hnjúka kafalds-slæðu vefur.
Er í vafa alt, sem lifir,
um, hvað gjafa vetur hefur.
Vetrar-óttu augun glitta;
o’naf nóttu máninn fletti,
Niður fjallið, stall af stalli,
straumur skall í fluga-hasti.
Glumdi kall úr fossa-falli,
froðan svall í iðu-kasti.
anar hljótt sem elti ’ann skytta,
er á flótta í skýja-hetti.
Lækur skellir skoltum fulli,
skarir svella glotta illa
þó að helli haustsól gulli,
haf og velli reyni’ að gylla.
HAUST.
VI. SÓLSTÖÐUPULA.
Veltu burtu vetrar-þunga
vorið, vorið mitt!
Leiddu mig nú eins og unga
inn í draumland þitt;
minninganna töfra-tunga
talar málið sitt,
þegar mjúku, kyrru kveldin
kynda á hafi sólar-eldinn.
Starfandi hinn mikli máttur
um mannheim gengur hljótt,
alnáttúru aðalsláttur
iðar kyrt og rótt,
enginn heyrist andar-dráttur,
engin kemur nótt,
því að sól á svona kveldi
sezt á rúmstokkinn,
háttar ekki, heldur vakir,
hugsar um ástvin sinn:
Veit hann kemur bráðum, bráðum,
bjarti Morguninn,
grípur hana snöggvast, snöggvast,
snögt í faðminn sinn,
lyftir henni ofar, ofar
upp á himininn,
skilar henni’ í hendur Dagsins
— í hjartað fær hún sting:
æ, að láta langa Daginn
leiða sig í kring!
Ganga hægt og horfa niðr’á
heimsins búnings-þing;
komast loks í einrúm aftur
eftir sólarhring,
til að fá hinn unga unað,
yndis sjónhverfing. —
Pjaki hafsól þrár um nætur,
þá er von um manna dætur!
VII. SKAMMDEGl.
Yfir glugga ísa leggur. Úti mugga eins og veggur,
eldur hnugginn fóðrið tyggur. inni skugginn þversum liggur.