Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 4
164
Læknarnir þvo sjálfum sér og sjúklingunum svo vandlega, að
sumum liggur við húðleysi á eftir. Allir eru íklæddir tárhreinum
snjóhvítum fötum, og sárin varla snert, nema með þvegnum og
soðnum verkfærum. Nú þykir öll sárasótt og hitaveiki óeðlileg
og óleyfileg eftir flesta skurði, en lífshættan við holskurði og
stærri óperatiónir hefur rénað svo, að þær þykja leikur einn, ef
ástand sjúklingsins er eigi altof bágborið.
það er ef til vill of mikið sagt, sem franskur læknir segir:
»Menn geta nú jafnóhult farið með hendur sínar inn í kviðarhol
manna og niður í vasa sinn«, — en sé það svo, þá má aðallega
þakka það þrifnaðinum.
Annað dæmi sýnir og ljóslega þýðingu þrifnaðarins.
Fyr á öldum voru allar borgir og bæir í Norðurálfu mestu
óhollustustaðir og stóðu langt að baki landsbygðinni, hvað alment
heilsufar manna snerti. Landfarsóttir gusu vanalega upp í bæj-
unum og útbreiddust þar, sem óstöðvandi eldur í sinu, og þaðan
út yfir landið, en síðan land úr landi um alla álfuna. þannig gekk
Svartidauði eða pestin mikla yfir alla Evrópu á miðöldunum,
taugaveiki, hvað eftir annað, holdsveiki, bólusótt, kólera og ótal
fleiri sóttir, og máttu
»svo með sanni slyngum þeim sláttumanni,
samlíkjast þykir mér, sem slær alt, sem fyrir er«
eins og stendur í sálminum.
þá voru líka borgir í Evrópu með öðru sniði en nú tíðkast.
Húsum og hreysum var hrúgað saman á tiltölulega litlu svæði, í
einni bendu, göturnar voru langar, én bognar og krókóttar og
svo örmjóar, að gaflar og veggir sitt hvoru megin náðu næstum
saman. í húsunum var lágt undir loft, en gluggarnir fáir óg
smáir, svo að sífelt myrkur drotnaði. Fyrir afrás alls óþverra var
lítið hugsað; kamrar og kyrnur fengu að fyllast upp og yfir barma,
áður en rótað var við þeim, en ræsi voru ýmist engin eða þá opin,
eða illa lokuð göturæsi með engum straumhraða, nema þegar
náttúran hjálpaði til, með helliskúr úr lofti. Slík göturæsi, og að
mörgu leyti sams konar bæjarbrag, má enn þá sjá í Reykjavík
og öðrum kaupstöðum Islands, og samskonar snið á stærri borg-
um má enn þá finna austur í Kína og víðar hjá ósiðuðum þjóðum.
Enn þar er líka enn þá ástandið sama og var f Evrópu á mið-
öldunum. þar koma upp stórsóttir árlega, sem halda áfram tálm-