Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 2
og enn tíðkast norðan til á Finnlandi, þar sem karlmenn og kven-
menn hafa baðað sig saman í mestu makindum án þess að finna
til minstu blygðunar við að sjá hvert annað nakið. — Pess er og
getið í sögunum að þegar menn voru á Pingvelli, var það algengt
að þvo sér á morgnana í Öxará áður en þingfundir byrjuðu, og
ekki gleymir Kormákssaga að geta þess, að Kormákur lét sér
eigi nægja méð að fá móður sína til að sníða sér laglegan klæðnað
til þess að falla Steingerði betur í geð, heldur þvoði hann sér
einnig vandlega áður en fundum þeirra bæri saman. Líkt er og
sagt um Gunnlaug ormstungu, þegar hann var að draga sig eftir
Helgu fögru. Pegar Arnórr jarlaskáld yrkir til konungsins:
.... meiri verði þinn en þeira
þrifnaðr allr, unz himinn rifnar.
notar hann þar orðið þrifnaður í óeiginlegri merkingu, en þetta
sýnir hversu hann setur þrifnaðarhugmyndina hátt, líkt og aðrir
fornmenn. Mörg dæmi fleiri mætti tilfæra úr sögunum þessu máli
til sönnunar, en þess gjörist eigi þörf.
Enn þá er baðstofa á hverjum bæ á íslandi, en ekki þekki
ég þó neina baðstofu, sem getur réttilega kallast svo. Pó telja
megi íslendinga með hinum skynsömustu og gáfumestu þjóðum,
verður því hins vegar ekki neitað, að þeir standa mörgum þjóðum
að baki hvað þrifnað snertir.
Margir útlendingar, sem hafa ferðast heima, hafa fundið að
þessu, og í flestöllum ferðabókum um ísland má finna langar
klausur urn óþrifnaðinn. Pó margt af því sé ýkt, eins og vant er
að vera í ferðabókum, þá er eigi neinum blöðum um það að fletta,
að í meginatriðunum hafa þessir menn rétt að mæla. Enginn út-
lendingur hefur þó á seinni árum flett jafn óþægilega ofan af
óþrifnaðinnm, eins og prófessor Ehlers, sem ferðaðist í holdsveikis-
rannsóknum á íslandi 1893— 4. Pað mun flestum vera í minni,
hve megn óánægja reis út af því, og hve mörgum óvildarorðum
var farið um Ehlers fyrir þetta. En það er skoðun min, að í öll-
Um aðalatriðum hafi hann haft rétt að mæla.
Óþrifnaður er, því miður, algengur löstur meðal alþýðu á ís-
landi. Pví ber ekki að neita, að í öðrum mentuðum löndum í
Norðurálfu má finna óþrifnað langtum meiri en á óþrifaheimilum
á Islandi, og það jafnvel í höfuðbólum menningarinnar, eins og í
Lundúnum og Parísarborg; en þess ber að gæta, að á íslandi