Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 16
Hitt vissu ekki allir, hve lítið henni var þakkað þetta mikla slit sitt, þessi einstaka trúmenska. Húsmóðirin var að vísu ekki vond við hana, en hún talaði aldrei neitt við hana, nema þegar hún bað hana að gera eitthvað. Hún áleit hana svo langt fyrir neðan sig, þó ekki væri nema vegna stöðunnar, að meira samtal en nauðsynlegt væri ekki sæmandi. Sigurlaug kærði sig heldur ekkert um það. Menn vissu það, eða öllu heldur grunaði það, að hún mundi lítið kaup fá. Hitt vissu menn ekki, að hún fékk hreint ekkert kaup. Hún átti það alt inni, að sagt var. Hún kærði sig ekkert um að taka það út. Hún fór aldrei í kaupstað, aldrei til kirkju, aldrei á aðra bæi, nema ef hún var að leita að kúnum. Hún hafði ekk- ert við spariföt að gera; ekki einu sinni sjaldhafnar-flíkur. Hún fékk slitin föt af húsmóðurinni og sleit þeim út frekar, meðan nokkur heil brú var í þeim. Meira þóttist hún ekki við þurfa. Enda gekk hún alla daga jafnt eins og ræfill til fara, miklu, miklu ver en hún þurfti að ganga. Pað voru ekki margir, sem gáfu henni gaum. Hún sneiddi sig hjá öllum mönnum og talaði aldrei orð við neinn. Ef hún varð á vegi gesta, sem að garði bar, var það algengast, að þeir köstuðu þurlega kveðju á hana, og líka hitt, að hún annaðhvort gegndi því ekki eða þá svo lágt, að það varla heyrðist. Fæstum kom til hugar að heilsa henni öðru vísi eða gefa sig nánar að henni. Móðir mín var ein af þeim fáu, sem stöku sinnum gaf sig á tal við hana; en það gekk ekki líkt því alt af fyrirhafnarlaust að toga úr henni svar. Og þó var ekki ilt að lynda við hana. Enginn sem þekti hana, vissi til að hún breytti lund sinni. Enginn vissi til, að hún gleddist af neinu eða hrygðist af neinu. Enginn vissi, hvort henni þótti vænt um eitt fremur en annað eða að hún hataði eitt öðru fremur. Eað var líkast því, að hún biði þess þolinmóðlega, að lífið liði, liði til enda. Og ynni á meðan skyldustörf sín eins og hvert annað vinnudýr, sem hlýðir í blindni, meðan það getur uppi staðið. Og þegar ég man eftir henni, var ekki útlit fyrir að langt væri eftir óbeðið. Langvarandi slit og langvarandi vanhirða höfðu þá loks unnið það á henni, að heilsan var sama sem engin orðin. Enda dó hún þá skömmu síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.