Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 54
214
VIII. HRÍÐ.
I grámyrkri bylur með galdraraust þylur,
— ég galdrana skil ei, sem stormurinn þrumar, —
í ljóð-strengja-spilinu’ er ljós mitt og ylur,
sem lyftir mér til ykkar, vorið og sumar!
Ég syng fyrst mig langar, og sál mín fékk strengi,
þó söngur minn fangelsin andlegu’ ei sprengi,
svo sofna’ eg í fanginu’ á angandi engi,
en yrki nú þangað til — guð veit hvað lengi.
Ólöf Sigurbardóttír.
Bjartsýni og svartsýni.
Éað má skifta öllu kyni mannanna með einni aðalskiftingu í
tvo flokka: bjartsýnismenn og svartsýnismenn.
Bjartsýnismaðurinn er léttlyndur, hefir sterka trú á fram-
tíðinni og traust á mönnum; hann trúir á hið góða sem skapandi
og sigrandi kraft, er alt af sé að ná meiri og meiri fullkomnun í
heiminum. Hann kannast við, að örvæntingarskuggar svífi yfir
og í mannlífinu, en hann sér sól ánægju og gleði skína gegnum
hvert mótlætisský og kasta friðarbjarma á allan heiminn.
Honum er það jafnljóst, að eins og einn sólskinsdagur getur
ekki breytt vetrarmánuðunum í sumar, þannig er óhapp engin
sönnun fyrir því, að alt lífið sé samanhangandi mishappa og
harma tíð.
Hann hefir komist að raun um að aðeins sá, sem sáir, getur
vænt uppskeru, en sá, sem engu vogar, getur einskis vænt.
Svartsýnismaðurinn aftur á móti er höfundur efasemdar-
innar og óttans, tortrygninnar og deyfðarinnar; hann sér alstaðar
eymd og afturför og segir »heimur versnandi fer«. Sakir ótrúar
sinnar á lífinu og heiminum sér hann yfir vofa óhöpp og sorgir
og hinn eyðandi kraft altaf vera að fá meiri og meiri yfirráð;
hann viðurkennir enga framsókn eða framþróun og er vantrúaður